Sjúkrahúsprestur ræðir fíkn og handrukkun í útförum Sighvatur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 13:42 Séra Vigfús Bjarni ræddi handrukkun í útför í Hallgrímskirkju á dögunum. Fréttablaðið/Eyþór Séra Vigfús Bjarni Albertssson, sjúkrahúsprestur og mannauðsstjóri Þjóðkirkjunnar, segir að aðstandendur fólks sem hafi framið sjálfsvíg lýsi fyrir sér niðurbroti og ógn frá fólki sem vinnur við það að handrukka fíkla vegna skulda þeirra. Hann segir áhyggjuefni að veikt fólk sé í höndunum á slíku ofbeldisfólki sem ógni fíklum og fjölskyldum þeirra. „Ég hef að minnsta kosti tvö tilfelli frá fjölskyldum þar sem einstaklingur tjáði sig um það áður en hann féll úr sínum veikindum hvað það var búið að svipta hann eða hana miklu öryggi, tilvist, trú og þor til að lifa af ofbeldi,“ segir Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu.Vigfús Bjarni Albertsson.Visir/VilhelmSvipta hulunni af veruleikanum Í samráði við aðstandendur og með leyfi þeirra ræðir séra Vigfús Bjarni þessi mál opinskátt í útförum fólks sem hefur svipt sig lífi. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að svipta hulunni af þessum veruleika. Það er mikilvægt þegar við erum að takast á við skömm og aðrar erfiðar tilfinningum að við tölum um alla þá hluti sem fylgja þessum alvarlegu veikindum.“ Séra Vigfús Bjarni segir það því miður hluta af veikindum fíkla að fólk sé að misbjóða þeim og misnota aðstæður þeirra og það sé alvarlegt. „Það á að tala um það og það er gott fyrir fjölskyldur að þessi sannleikur sé bara settur upp á borðið.“ Hann segir mikilvægt að lífssaga fólks sé sett fram í útförum. „Og þetta er því miður orðinn hluti af lífssögu sumra fíkla,“ segir séra Vigfús Bjarni Albertsson.Vigfús Bjarni vakti athygli á ofbeldi sem íslenskar fjölskyldur verða fyrir í færslu á Facebook fyrir helgi. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Séra Vigfús Bjarni Albertssson, sjúkrahúsprestur og mannauðsstjóri Þjóðkirkjunnar, segir að aðstandendur fólks sem hafi framið sjálfsvíg lýsi fyrir sér niðurbroti og ógn frá fólki sem vinnur við það að handrukka fíkla vegna skulda þeirra. Hann segir áhyggjuefni að veikt fólk sé í höndunum á slíku ofbeldisfólki sem ógni fíklum og fjölskyldum þeirra. „Ég hef að minnsta kosti tvö tilfelli frá fjölskyldum þar sem einstaklingur tjáði sig um það áður en hann féll úr sínum veikindum hvað það var búið að svipta hann eða hana miklu öryggi, tilvist, trú og þor til að lifa af ofbeldi,“ segir Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu.Vigfús Bjarni Albertsson.Visir/VilhelmSvipta hulunni af veruleikanum Í samráði við aðstandendur og með leyfi þeirra ræðir séra Vigfús Bjarni þessi mál opinskátt í útförum fólks sem hefur svipt sig lífi. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að svipta hulunni af þessum veruleika. Það er mikilvægt þegar við erum að takast á við skömm og aðrar erfiðar tilfinningum að við tölum um alla þá hluti sem fylgja þessum alvarlegu veikindum.“ Séra Vigfús Bjarni segir það því miður hluta af veikindum fíkla að fólk sé að misbjóða þeim og misnota aðstæður þeirra og það sé alvarlegt. „Það á að tala um það og það er gott fyrir fjölskyldur að þessi sannleikur sé bara settur upp á borðið.“ Hann segir mikilvægt að lífssaga fólks sé sett fram í útförum. „Og þetta er því miður orðinn hluti af lífssögu sumra fíkla,“ segir séra Vigfús Bjarni Albertsson.Vigfús Bjarni vakti athygli á ofbeldi sem íslenskar fjölskyldur verða fyrir í færslu á Facebook fyrir helgi.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira