Segir umræðuna um tillögur fjárlaganefndar afvegaleidda Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Við erum með gott fjárlagafrumvarp segir Willum Þór Þórsson. Vísir/Vilhelm Þær breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið eru til að mæta breytingum á hagvaxtarspá Hagstofu Íslands. Hagvöxtur næsta árs er talinn verða um 2,7 prósent en ekki 2,9 prósent eins og ráð var fyrir gert í forsendum fjárlaga fyrir næsta ár. Því þarf að minnka þá útgjaldahækkun sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Í lögum um ríkisfjármálaáætlun er kveðið á um að hið opinbera þurfi að skila afgangi sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Hingað til hefur það verið nokkuð auðsótt í örum vexti hagkerfisins. Nú kveður hins vegar við nýjan tón; kólnun hagkerfisins er í aðsigi og því þarf að gera ráðstafanir. Í umræðu síðustu daga hefur mátt skilja sem svo að ríkisstjórnin ætli sér að skera niður í ríkisrekstrinum á næsta ári. Þegar breytingartillögur eru hins vegar skoðaðar í samanburði við fjárlög þessa árs og hins næsta kemur í ljós að enn er verið að auka ríkisútgjöld til ýmissa fjárlagaliða.Grafik/Fréttablaðið„Við erum með gott fjárlagafrumvarp. Ríkisstjórnin er að standa við það sem hún hefur sagt í stjórnarsáttmála um uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjárfesta í menntun, velferð og loftslagsmálum. Núverandi breytingar á milli umræðna eru ekki stórvægilegar og eru gerðar til að ríma við að hagvöxtur verði 2,7 prósent,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Einnig hefur komið fram í umræðunni að hækkun til öryrkja, sem átti að nema fjórum milljörðum króna, sé aðeins 2,9 milljarðar. Willum telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við skoðum örorkubætur þá erum við að setja 47 milljarða þangað. Örorkubætur eru að hækka, í samræmi við lög um almannatryggingar, um verðlagsbætur og launaþróun. Þessi hækkun um 2,9 milljarða en ekki fjóra eins og að var stefnt í upphafi snýst um breytingar á almannatryggingakerfinu sem við viljum enn sjá. Hins vegar er ekki búið að klára tillögurnar og því bíðum við átekta.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, eins og það leit út þegar það kom fram í september var áætlað að afkoma ríkissjóðs yrði yfir 1 prósenti af vergri landsframleiðslu á þessu ári og áætlað að hún verði það líka á næsta ári. Breytt hagspá gerir hins vegar þá kröfu á ríkið að það bregðist við og dragi úr útgjaldaaukningunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þær breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið eru til að mæta breytingum á hagvaxtarspá Hagstofu Íslands. Hagvöxtur næsta árs er talinn verða um 2,7 prósent en ekki 2,9 prósent eins og ráð var fyrir gert í forsendum fjárlaga fyrir næsta ár. Því þarf að minnka þá útgjaldahækkun sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Í lögum um ríkisfjármálaáætlun er kveðið á um að hið opinbera þurfi að skila afgangi sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Hingað til hefur það verið nokkuð auðsótt í örum vexti hagkerfisins. Nú kveður hins vegar við nýjan tón; kólnun hagkerfisins er í aðsigi og því þarf að gera ráðstafanir. Í umræðu síðustu daga hefur mátt skilja sem svo að ríkisstjórnin ætli sér að skera niður í ríkisrekstrinum á næsta ári. Þegar breytingartillögur eru hins vegar skoðaðar í samanburði við fjárlög þessa árs og hins næsta kemur í ljós að enn er verið að auka ríkisútgjöld til ýmissa fjárlagaliða.Grafik/Fréttablaðið„Við erum með gott fjárlagafrumvarp. Ríkisstjórnin er að standa við það sem hún hefur sagt í stjórnarsáttmála um uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjárfesta í menntun, velferð og loftslagsmálum. Núverandi breytingar á milli umræðna eru ekki stórvægilegar og eru gerðar til að ríma við að hagvöxtur verði 2,7 prósent,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Einnig hefur komið fram í umræðunni að hækkun til öryrkja, sem átti að nema fjórum milljörðum króna, sé aðeins 2,9 milljarðar. Willum telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við skoðum örorkubætur þá erum við að setja 47 milljarða þangað. Örorkubætur eru að hækka, í samræmi við lög um almannatryggingar, um verðlagsbætur og launaþróun. Þessi hækkun um 2,9 milljarða en ekki fjóra eins og að var stefnt í upphafi snýst um breytingar á almannatryggingakerfinu sem við viljum enn sjá. Hins vegar er ekki búið að klára tillögurnar og því bíðum við átekta.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, eins og það leit út þegar það kom fram í september var áætlað að afkoma ríkissjóðs yrði yfir 1 prósenti af vergri landsframleiðslu á þessu ári og áætlað að hún verði það líka á næsta ári. Breytt hagspá gerir hins vegar þá kröfu á ríkið að það bregðist við og dragi úr útgjaldaaukningunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent