Lögregla skoðar gagnasendingu Barnaverndarstofu til fjölmiðla Sveinn Arnarsson skrifar 2. nóvember 2018 06:00 Barnaverndarstofa ákvað að láta frá sér viðkvæmar persónuupplýsingar sem leynt áttu að fara. Fréttablaðið/Anton Brink Gagnasending Barnaverndarstofu til fjölmiðla, sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar, er komin á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd ákvað að taka gagnasendinguna til athugunar og komst að því að persónuverndarlög hefðu verið brotin. Ljóst þykir að gögn um barnaverndarmál eru með þeim viðkvæmari og taldi Persónuvernd því mikilvægt að rannsaka gagnasendinguna.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið ætla að skoða málið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur forstjóri Persónuverndar verið boðuð í skýrslutöku sem vitni í málinu. Embættið hefur hins vegar ekki lokið rannsókn málsins og því ekki víst hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað. „Við munum taka okkur tvær vikur til að skoða þennan úrskurð Persónuverndar ofan í kjölinn. Við höfum því ekki lokið skoðun okkar á málinu sem er komið á borð ákærusviðs,“ segir Sigríður Björk Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hefðu verið afmáð úr gögnunum var mögulegt að finna út hvaða einstaklinga var um að ræða. Að mati Persónuverndar var ekki nóg að afmá nöfn og kennitölur ef hægt væri að rekja upplýsingar til einstaklinga. Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Fréttablaðið í maí að stofnunin hefði ekki brotið lög.Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.„Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar,“ sagði Heiða Björg á sínum tíma. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Í tilkynningu frá stofnuninni segist hún taka ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og segir mistök hafa orðið við framkvæmd afmáningar upplýsinga. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu voru ósáttar við að gögn í málum skjólstæðinga þeirra hefðu ratað til fjölmiðla á sínum tíma. Það mun svo ráðast á næstu tveimur vikum hvort lögreglan muni aðhafast frekar í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Gagnasending Barnaverndarstofu til fjölmiðla, sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar, er komin á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd ákvað að taka gagnasendinguna til athugunar og komst að því að persónuverndarlög hefðu verið brotin. Ljóst þykir að gögn um barnaverndarmál eru með þeim viðkvæmari og taldi Persónuvernd því mikilvægt að rannsaka gagnasendinguna.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið ætla að skoða málið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur forstjóri Persónuverndar verið boðuð í skýrslutöku sem vitni í málinu. Embættið hefur hins vegar ekki lokið rannsókn málsins og því ekki víst hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað. „Við munum taka okkur tvær vikur til að skoða þennan úrskurð Persónuverndar ofan í kjölinn. Við höfum því ekki lokið skoðun okkar á málinu sem er komið á borð ákærusviðs,“ segir Sigríður Björk Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hefðu verið afmáð úr gögnunum var mögulegt að finna út hvaða einstaklinga var um að ræða. Að mati Persónuverndar var ekki nóg að afmá nöfn og kennitölur ef hægt væri að rekja upplýsingar til einstaklinga. Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Fréttablaðið í maí að stofnunin hefði ekki brotið lög.Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.„Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar,“ sagði Heiða Björg á sínum tíma. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Í tilkynningu frá stofnuninni segist hún taka ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og segir mistök hafa orðið við framkvæmd afmáningar upplýsinga. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu voru ósáttar við að gögn í málum skjólstæðinga þeirra hefðu ratað til fjölmiðla á sínum tíma. Það mun svo ráðast á næstu tveimur vikum hvort lögreglan muni aðhafast frekar í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34