Innlent

Kajakræðara bjargað í Skerjafirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Leita þurfti að manninum sem fannst fljót eftir gott samstarf björgunarsveita og Landhelgisgæslu.
Leita þurfti að manninum sem fannst fljót eftir gott samstarf björgunarsveita og Landhelgisgæslu. Landsbjörg
Björgunarsveitir björguðu kajakræðara sem var í vanda utarlega í Skerjafirði á fimmta tímanum í dag. Mikill öldugangur var á svæðinu og þó nokkur vindur og rak manninn undan vindi. Hann hafði verið á siglingu með félaga sínum sem komst í land og náði að tilkynna um málið.

Tvö björgunarskip voru kölluð út og var það áhöfnin á björgunarskipinu Stefni úr Kópavogi sem fann manninn hálftíma eftir að útkall barst. Leita þurfti að manninum sem fannst fljót eftir gott samstarf björgunarsveita og Landhelgisgæslu.

Rétt í þessu var áhöfnin að koma í land með kajakræðarann.
Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×