„Mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2018 10:30 Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn. Hann var sendur frá Delí til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni. Rætt var við hann og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, rithöfund, sem skrifaði bókina Hasim sem fjallar um sögu mannsins sem fékk hvergi inn. Árið 1993 kom Hasim til Íslands og hafði þá gengið í gegnum hreint helvíti. „Ég var svo þreyttur eftir langt ferðalag og hafði aldrei fengið almennilegar upplýsingar um Ísland,“ segir Hasim um komuna til landsins.Vaknaði í Þorlákshöfn „Ég sofnaði í flugstöðinni í Keflavík og vaknaði Þorlákshöfn. Þá brá mér, ég hélt að þetta væri Ísland. Það var hrikalegt og þá leið mér mjög illa,“ segir Hasim sem var vanur miklum hávaða og rosalega mikið af fólki. Þarna sá hann lítið þorp og bara fjöll.Hasim sem smábarn á Indlandi.„Það var mikið sjokk og ég hugsaði hvað ég væri eiginlega að gera hérna.“ „Hann skilur ekki málið, borðar með höndunum og kemur úr allt öðru vísi umhverfi, aldrei séð snjó og þetta er allt saman alveg rosalega nýtt fyrir honum. Það má segja að hann fái menningarsjokk,“ segir Þóra Kristín. Honum leið ágætlega til að byrja með og var komið ágætlega fram við hann þar til að: „Það var rosalega mikill misskilningur milli mín og fjölskyldunnar. Ég vildi kannski segja eitthvað og þau tóku öðruvísi í það, og öfugt. Litlu vandamálin safnast síðan upp í stóran píramída og svo springur allt,“ segir Hasim.Spilaborg sem hrynur „Þarna er fjölskylda úti á landi sem tekur á móti barni sem er búið að ganga í gegnum ótrúlegar hremmingar og það er enginn hjálp eða neitt stoðkerfi til staðar á þessum tíma til að mæta þessu. Það er enginn sem grípur inn í og hjálpar þegar hlutirnir byrja að fara úrskeiðis. Þetta verður því spilaborg sem hrynur,“ segir Þóra.Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er höfundur bókarinnar Hasim.Hasim var í Þorlákshöfn í rúmt ár og síðan var honum skilað. „Þá fer ég til fjölskyldu frá Pakistan í Reykjavík og það gekk ekki heldur upp,“ segir Hasim. „Hann hrekkst í raun og veru milli í fósturkerfinu vegna þess að það er enginn fjölskylda tilbúin að taka við honum alveg fast. Kennarar hans í Þorlákshöfn höfðu áhyggjur af því að hann yrði sendur aftur til Indlands, þau upplifðu það þannig og vildu koma í veg fyrir það með því að taka hann inn á sitt heimili, sem þau gerðu og það hjálpaði til. Þetta fór semsagt í algjört uppnám. Hasim kemur til Íslands og upplifir gríðarleg vonbrigði hjá fósturfjölskyldunni. Hann hefur ekki tungumálið, ekki tækið til þess að vita hvað er á ferðinni. Hann verður ofsalega varnarlaus í öllu þessu ferli,“ segir Þóra Kristín. Í kjölfarið varð Hasim í raun götustrákur í Reykjavík og lýsir hann þeirri reynslu erfiðari en að vera í sömu stöðu í Kalkútta. „Þar var þetta eðlilegt. Fullt af fólki að betla og fullt af fólki átti ekki föt. Þegar maður er kominn í öruggt land og þetta gengur ekki upp, það er mjög sárt. Ég er mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig. Þegar ég flyt frá Indlandi til Þorlákshafnar þá hélt ég bara að þessi kafli væri búinn.“ Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því gærkvöldi. Tengdar fréttir Götustrákur í Reykjavík Árið 1993 kom Hasim Ægir Khan til Íslands frá munaðarleysingjaheimili í Kalkútta á Indlandi. Hann var um tólf ára gamall og áfangastaðurinn var Þorlákshöfn þar sem beið hans nýtt heimili. 3. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira
Hann var sendur frá Delí til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni. Rætt var við hann og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, rithöfund, sem skrifaði bókina Hasim sem fjallar um sögu mannsins sem fékk hvergi inn. Árið 1993 kom Hasim til Íslands og hafði þá gengið í gegnum hreint helvíti. „Ég var svo þreyttur eftir langt ferðalag og hafði aldrei fengið almennilegar upplýsingar um Ísland,“ segir Hasim um komuna til landsins.Vaknaði í Þorlákshöfn „Ég sofnaði í flugstöðinni í Keflavík og vaknaði Þorlákshöfn. Þá brá mér, ég hélt að þetta væri Ísland. Það var hrikalegt og þá leið mér mjög illa,“ segir Hasim sem var vanur miklum hávaða og rosalega mikið af fólki. Þarna sá hann lítið þorp og bara fjöll.Hasim sem smábarn á Indlandi.„Það var mikið sjokk og ég hugsaði hvað ég væri eiginlega að gera hérna.“ „Hann skilur ekki málið, borðar með höndunum og kemur úr allt öðru vísi umhverfi, aldrei séð snjó og þetta er allt saman alveg rosalega nýtt fyrir honum. Það má segja að hann fái menningarsjokk,“ segir Þóra Kristín. Honum leið ágætlega til að byrja með og var komið ágætlega fram við hann þar til að: „Það var rosalega mikill misskilningur milli mín og fjölskyldunnar. Ég vildi kannski segja eitthvað og þau tóku öðruvísi í það, og öfugt. Litlu vandamálin safnast síðan upp í stóran píramída og svo springur allt,“ segir Hasim.Spilaborg sem hrynur „Þarna er fjölskylda úti á landi sem tekur á móti barni sem er búið að ganga í gegnum ótrúlegar hremmingar og það er enginn hjálp eða neitt stoðkerfi til staðar á þessum tíma til að mæta þessu. Það er enginn sem grípur inn í og hjálpar þegar hlutirnir byrja að fara úrskeiðis. Þetta verður því spilaborg sem hrynur,“ segir Þóra.Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er höfundur bókarinnar Hasim.Hasim var í Þorlákshöfn í rúmt ár og síðan var honum skilað. „Þá fer ég til fjölskyldu frá Pakistan í Reykjavík og það gekk ekki heldur upp,“ segir Hasim. „Hann hrekkst í raun og veru milli í fósturkerfinu vegna þess að það er enginn fjölskylda tilbúin að taka við honum alveg fast. Kennarar hans í Þorlákshöfn höfðu áhyggjur af því að hann yrði sendur aftur til Indlands, þau upplifðu það þannig og vildu koma í veg fyrir það með því að taka hann inn á sitt heimili, sem þau gerðu og það hjálpaði til. Þetta fór semsagt í algjört uppnám. Hasim kemur til Íslands og upplifir gríðarleg vonbrigði hjá fósturfjölskyldunni. Hann hefur ekki tungumálið, ekki tækið til þess að vita hvað er á ferðinni. Hann verður ofsalega varnarlaus í öllu þessu ferli,“ segir Þóra Kristín. Í kjölfarið varð Hasim í raun götustrákur í Reykjavík og lýsir hann þeirri reynslu erfiðari en að vera í sömu stöðu í Kalkútta. „Þar var þetta eðlilegt. Fullt af fólki að betla og fullt af fólki átti ekki föt. Þegar maður er kominn í öruggt land og þetta gengur ekki upp, það er mjög sárt. Ég er mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig. Þegar ég flyt frá Indlandi til Þorlákshafnar þá hélt ég bara að þessi kafli væri búinn.“ Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því gærkvöldi.
Tengdar fréttir Götustrákur í Reykjavík Árið 1993 kom Hasim Ægir Khan til Íslands frá munaðarleysingjaheimili í Kalkútta á Indlandi. Hann var um tólf ára gamall og áfangastaðurinn var Þorlákshöfn þar sem beið hans nýtt heimili. 3. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira
Götustrákur í Reykjavík Árið 1993 kom Hasim Ægir Khan til Íslands frá munaðarleysingjaheimili í Kalkútta á Indlandi. Hann var um tólf ára gamall og áfangastaðurinn var Þorlákshöfn þar sem beið hans nýtt heimili. 3. nóvember 2018 07:00