Synir Eggerts hjóluðu í dag sömu leið og rúmlega áttræður faðir þeirra gerði, frá Kirkjusandi að Hörpu og sömu leið til baka. Fleiri tóku þátt í minningarrúntinum til að vekja athygli á öryggi hjólreiðafólks.
Hjólafólk ekki að vera hægra megin
Sigurður Jónas Eggertsson, annar sonanna, gagnrýnir drög að nýjum umferðarlögum þar sem lagt er til að hjólreiðafólk sé hægra megin á akrein.„Mér finnst það glórulaust. Ef það eru bílastæði við götuna þar sem bílum er lagt beint í stæði og það þarf að bakka út á götuna, þá sjá ökumenn aldrei hjólreiðamann ef hann er hægra megin, hann þarf að vera á miðjunni eða vinstra megin. Þetta býr til hættu,“ segir Sigurður Jónas.