Innlent

Erill hjá lögreglu í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Það var nóg að gera hjá lögreglu í nótt.
Það var nóg að gera hjá lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm
Nokkuð mörg mál komu inn á borð lögreglu í nótt á höfuðborgarsvæðinu og er einn í haldi eftir að lögregla var kölluð að heimili í borginni vegna líkamsárásar.

Í skeyti lögreglu segir enn fremur að tilkynnt hafi verið um t um þjófnað úr verslun, en hinn grunaði var farinn þegar lögregla kom og hafði skilað meintu þýfi.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á hótel i miðbænum vegna pars í annarlegu ástandi að rífast í anddyri. Parið var hins vegar farið er lögregla kom á staðinn.

Slagsmál brutust út fyrir utan bensínstöð og voru tveir handteknir vegna málsins og vistaðir í fangaklefa. Einn leitaði sér aðhlynningar vegna meiðsla.

Einnig var óskað eftir lögreglu í strætó vegna manns í annarlegu ástandi, maðurinn alveg ósjálfbjarga sökum ölvunar og með öllu óviðræðuhæfur og hann látinn sofa úr sér í fangaklefa.

Þá var einn handtekinn grunaður um sölu fíkniefna og áfengis, hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Og að síðustu var óskað eftir aðstoð lögreglu að fjölbýlishúsi en þar var maður með bjölluónæði, maðurinn hafði ekki í nein hús að vernda og honum komið í skjól í Gistiskýlinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×