Innlent

Hitinn gæti farið upp í tíu stig

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Austanáttin verður ríkjandi í veðrinu næstu daga.
Austanáttin verður ríkjandi í veðrinu næstu daga. vísir/vilhelm

Ætli það megi ekki segja að það sé tiltölulega hlýtt á landinu miðað við árstíma en samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands getur hitinn í dag farið upp í allt að tíu stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði austan kaldi og rigning, einkum á Austfjörðum og Suðusturlandi en hvöss norðaustan átt með rigningu eða slyddu á Vestfjörðum. Seinni partinn mun þó lægja á þeim slóðum.

Hlýjast verður sunnan heiða en hiti verður á bilinu tvö til tíu stig. Á morgun er spáð austan átt, tíu til átján metrum á sekúndu, en hægari vindi norðanlands. Svipað veður verður svo á föstudag og áfram hlýtt.

Veðurhorfur næstu daga:

Austlæg átt, víða 5-13 og rigning með köflum í dag, einkum á Austfjörðum og SA-landi, en hvöss norðaustanátt með rigningu eða slyddu fram eftir degi á Vestfjörðum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast sunnan heiða.

Austan 10-18 og væta á morgun, en hægari og úrkomulítið N-lands. Milt veður.

Á fimmtudag:
Austan 8-15 m/s og rigning, en yfirleitt þurrt á N-landi. Hiti 2 til 8 stig. Hægari og úrkomulítið síðdegis.

Á föstudag:
Austan 8-13 og rigning á Austfjörðum og SA-landi, annars þurrt. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Norðaustanátt og rigning, einkum A-lands, en þurrt á SV- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á sunnudag:
Norðaustanátt, skýjað og rigning eða slydda um landið N- og A-vert. Hiti 1 til 6 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.