Lífið

Vilhjálmur og Edda Sif flytja: „Nú hefur þeim tekist að lokka mig annað“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edda og Vilhjálmur eru á leiðinni úr Furugrundinni.
Edda og Vilhjálmur eru á leiðinni úr Furugrundinni.
Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og kærastinn Vilhjálmur Siggeirsson, framleiðandi á RÚV, eru að flytja úr Furugrundinni eins og sá síðarnefndi greinir frá á Facebook.Vilhjálmur á eignina í Furugrund og er parið að færa sig um set.„Keypti mér íbúð og tók Eddu með mér í IKEA. Hún flutti svo sjálf inn með Fróða og nú hefur þeim tekist að lokka mig annað. Ég er reyndar mjög spenntur fyrir því en mæli eindregið með þessari íbúð. Það er gott að búa í Kópavogi,“ segir Vilhjálmur á Facebook.Um er að ræða fallega og vel skipulagða tæplega sextíu fermetra tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi.Ásett verð er 32,9 milljónir en fasteignamatið er 24,9 milljónir. Edda og Vilhjálmur hafa greinilega komið sér vel fyrir eins og sjá má hér að neðan.

Skemmtilegt fjölbýlishús í Kópavogi.
Stofan falleg.
Kósý sjónvarpsaðstæða.
Snyrtilegt baðherbergi.
Virkilega fallegt eldhús í íbúðinni.
Svefnherbergið rúmgott og skemmtilegt.
Rúmgóðar svalir.
Útsýni yfir Fossvoginn.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.