Lífið

Það vinsælasta á heimilið

Skemmtileg umfjöllun Völu Matt um hönnun.
Skemmtileg umfjöllun Völu Matt um hönnun.

Hvað er mest í tísku innanhúss í vetur? Hvaða stíll er ráðandi í stofum, eldhúsum og baðherbergjum hjá fólki í dag? Hvaða litir eru vinsælastir á veggi heimilisins? Er kannski allt í tísku?

Vala Matt fór í leiðangur og spurði nokkra innanhússarkitekta og hönnuði. Og hún byrjaði á að heimsækja innanhússarkitektinn Berglindi Berndsen. Berglind hefur verið einn af vinsælustu hönnuðum landsins og hún sýndi hún Völu dæmi um það heitasta í dag í efnisvali og nýjustu litunum fyrir þá sem vilja breyta til.

Og í kvöld fer Vala í leiðangur og spjallar við Sigríði Elínu ritstjóra Húsa og híbýla og skoðar með henni hvað hefur verið vinsælast á heimilum landsins í vetur. 

Þar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós og svo heimsækir Vala einnig hönnuðinn Guðlaugu Ágústu eða Gullu í Má Mí Mó og skoðar hjá henni hvernig hún hefur málað bæði stofur og svefnherbergi í fallegum dökkum lit sem er mjög mikið í tísku í dag og Gulla málar einnig öll loftin dökk eins og veggina sem er eitt af því vinsælasta í vetur. Farið verið yfir hvað verður það vinsælasta fyrir heimilin um jólin. 

Hér að neðan má sjá innslagið frá því í síðustu viku en í kvöld spjallar Vala við Sigríði Elínu eins og áður segir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.