Innlent

Neitar að hafa stungið konu í Þorlákshöfn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á þriðjudag.
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á þriðjudag. Vísir/Vilhelm

Erlendur karlmaður sem handtekinn var vegna stunguárásar í Þorlákshöfn að kvöldi síðastliðins sunnudags og úrskurðaður í gæsluvarðhald var látinn laus að lokinni yfirheyrslu um klukkan 14 í dag þar sem ekki þótti ástæða til að hafa hann í haldi lengur. Maðurinn hefur neitað sök.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að kona á fimmtugsaldri, sem hann er talinn hafa stungið með hníf, sé útskrifuð af sjúkrahúsi. Hún dvelur nú hjá venslafólki sínu. Rannsókn málsins heldur nú áfram, m.a. með úrvinnslu gagna.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan 18 í dag og var því látinn laus áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.