Lífið

Fólkið á Airwaves: Spenntust að sjá Ásgeir og Júníus

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Francisco og CJ ætla að njóta þess að hlusta á hina ýmsu tónlistarmenn næstu daga.
Francisco og CJ ætla að njóta þess að hlusta á hina ýmsu tónlistarmenn næstu daga. Vísir/Þórhildur Erla

CJ og Francisco eru komin til Íslands frá London til þess að berja fjölmarga listamenn augum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hátíðin er haldin í tuttugasta skipti í ár og eru gestir frá öllum heimshornum.

CJ kemur frá Sydeny í Ástralíu en kærastinn hennar, Francisco, er frá Portúgal en þau búa saman í London.

„Ég er spenntust að sjá Ásgeir Trausta og Júníus Meyvant,“ segir CJ. Þetta er önnur Airwaves hátíðinn sem CJ fer á en fjórða heimsókn hennar til Íslands. Francesco kom með henni til þess að sjá hvað væri í boði.

„Ég elti hana bara,“ segir Francesco og brosir.

CJ segir að Iceland Airwaves tónlistarhátíðin sé alveg einstök.

„Ég hef farið á margar tónlistarhátíðir, Coachella og Glastonbury til þess að nefna einhverjar, en Airwaves er alveg einstök því að allur bærinn lifnar við og borgin breytist einhvern veginn,“ segir CJ.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.