Lífið

Segir að Auddi sé ekki búinn að jafna sig á skilnaði foreldranna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi í tímanum.
Auddi í tímanum.

Auddi og Steindi fundu sálfræðing og geðlækni í Bólivíu í síðasta þætti af Suður-ameríska drauminum og fengu þeir fimm stig fyrir það að skella sér í tíma.

Til að byrja með fór Auðunn Blöndal í viðtal og byrjaði sálfræðingurinn á því að spyrja hann hvernig barnsæska hans hefði verið. Foreldrar Auðuns skildu þegar hann var 18 ára og segist Auddi hafa tekið þeim fréttum illa á sínum tíma.

Sálfræðingurinn benti Audda á að ræða við sálfræðing þegar hann kæmi aftur heim til Íslands.

Steindi var aftur á móti spurður út í kynlíf þar sem hann hafði áður gefið nokkuð sérstök svör þegar sálfræðingurinn sýndi honum mismunandi myndir.

Hér að neðan má sjá atriðið úr síðasta þætti en Suður-ameríski draumurinn verður á Stöð 2  klukkan 20:50 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.