Lífið

Gefur út bókina Steindi í Orlofi: Fer á skrýtna staði um heim allan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi þykir einhver allra fyndnasti maður landsins.
Steindi þykir einhver allra fyndnasti maður landsins.

Skemmtikrafturinn, leikarinn og grínistinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er orðinn rithöfundur en hann gefur út bókina Steindi í Orlofi fyrir jólabókaflóðið.

Bókin fjallar í stórum dráttum um hvernig á að fara til útlanda án þess að vera bitinn af ísbirni, rændur af leigubílstjóra og rotaður af lögregluþjóni.

„Það mætti líkja þessu við minn eigin Tripadvisor, eitthvað sem ég mæli með að þú gerir í útlöndum,“ segir Steindi.

Steindi leggur mikið upp úr flottum myndum í bókinni.

Hann segir að ef það hafa alltaf verið draumurinn að sjá Frelsisstyttuna, klöngrast eftir Kínamúrnum og taka sjálfu við stóra píramída þá sé þetta ekki bókinn fyrir þá aðila. 

„Því ég fer með þig á miklu skemmtilegri og skrýtnari slóðir. Ég mæti á Barnastökkshátíð á Spáni, versla á lífshættulegum markaði í Taílandi, kafa með krókódílum í Ástralíu, keppi í táglímu á Englandi, syndi með marbendlum í Bandaríkjunum, smakka eitraðan kúlufisk í Japan og týni nyrstu blóm veraldar á Grænlandi, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Steindi og heldur áfram.

„Leiðarvísir minn um heiminn er stútfullur af fánýttum fróðleik og flottum myndum og tryggir þér ógleymanlegt ferðalag um allan heim. Svo má alltaf nota bókina sem hurðastoppara eða búa til hundrað skutlur úr henni. Þú ræður bara hvað þú gerir ef þú kaupir hana.“

Svona lítur kápan út.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.