„Bandarísk stjórnvöld hugsa ekki um öryggishagsmuni bandamanna sinna í Evrópu" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2018 19:30 Enginn er óhultur fyrir kjarnorkuvopnum ef Atlantshafsbandalagið breytir ekki stefnu sinni gagnvart slíkum vopnum segir talsmaður samtaka gegn kjarnorkuvopnum. Hann segir NATO-ríki elta Bandaríkin í blindni í afstöðu sinni til kjarnorkuvopna. Árleg ráðstefna NATO um afvopnun, eftirlit og takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna fer fram hér á landi í ár og hófst í gær. Að frumkvæði forsætisráðherra fara einnig fram hliðarviðburðir þar sem afvopnun er sérstaklega til umræðu. ICAN-samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir framlag sitt við gerð samnings sem leggur bann við kjarnorkuvopnum. 122 ríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu samninginn en aðildarríki NATO, þeirra á meðal Ísland, sniðgengu samninginn. „Allir skilja að það er gott að veifa stórum lurki til að verja sig gegn óvinum sínum en ef maður hugsar um kjarnorkufælingu í nokkrar mínútur sér maður fljótt að það hafa orðið þúsundir slysa tengd kjarnorkuvopnum, að það er ekki hægt að treysta á skynsemi þjóðarleiðtoga, að það er ekki hægt að greysta á upplýsingar í kjarnorkuþrátefli. Svo kjarnorkufæling gerir engan öruggari og við verðum að losna við kjarnorkuvopnin ef við viljum tryggja að þau verði ekki notuð aftur,“ segir Leo Hoffmann-Axthelm, talsmaður ICAN gagnvart Evrópusambandinu. Hann segir ákvarðanir Donalds Trump um að Bandaríkin dragi sig úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran og um að rifta INF-samningnum við Rússland gefa til kynna að yfirvöld vestanhafs séu á villigötum. „Bandarísk stjórnvöld hugsa ekki um öryggishagsmuni bandamanna sinna í Evrópu. Það þýðir að við ættum að hætta að reiða okkur kjarnorkuvopnastefnu Bandaríkjanna. Eina leiðin til að sendasýnileg merki um að við séum ósammála stefnu núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum er til dæmis að undirrita samninginn um bann við kjarnorkuvopnum sem var gerður 2017 og við hvetjum öll NATO-ríkin til að gera það eins fljótt og mögulegt er,“ Hoffmann-Axthelm. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Enginn er óhultur fyrir kjarnorkuvopnum ef Atlantshafsbandalagið breytir ekki stefnu sinni gagnvart slíkum vopnum segir talsmaður samtaka gegn kjarnorkuvopnum. Hann segir NATO-ríki elta Bandaríkin í blindni í afstöðu sinni til kjarnorkuvopna. Árleg ráðstefna NATO um afvopnun, eftirlit og takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna fer fram hér á landi í ár og hófst í gær. Að frumkvæði forsætisráðherra fara einnig fram hliðarviðburðir þar sem afvopnun er sérstaklega til umræðu. ICAN-samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir framlag sitt við gerð samnings sem leggur bann við kjarnorkuvopnum. 122 ríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu samninginn en aðildarríki NATO, þeirra á meðal Ísland, sniðgengu samninginn. „Allir skilja að það er gott að veifa stórum lurki til að verja sig gegn óvinum sínum en ef maður hugsar um kjarnorkufælingu í nokkrar mínútur sér maður fljótt að það hafa orðið þúsundir slysa tengd kjarnorkuvopnum, að það er ekki hægt að treysta á skynsemi þjóðarleiðtoga, að það er ekki hægt að greysta á upplýsingar í kjarnorkuþrátefli. Svo kjarnorkufæling gerir engan öruggari og við verðum að losna við kjarnorkuvopnin ef við viljum tryggja að þau verði ekki notuð aftur,“ segir Leo Hoffmann-Axthelm, talsmaður ICAN gagnvart Evrópusambandinu. Hann segir ákvarðanir Donalds Trump um að Bandaríkin dragi sig úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran og um að rifta INF-samningnum við Rússland gefa til kynna að yfirvöld vestanhafs séu á villigötum. „Bandarísk stjórnvöld hugsa ekki um öryggishagsmuni bandamanna sinna í Evrópu. Það þýðir að við ættum að hætta að reiða okkur kjarnorkuvopnastefnu Bandaríkjanna. Eina leiðin til að sendasýnileg merki um að við séum ósammála stefnu núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum er til dæmis að undirrita samninginn um bann við kjarnorkuvopnum sem var gerður 2017 og við hvetjum öll NATO-ríkin til að gera það eins fljótt og mögulegt er,“ Hoffmann-Axthelm.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira