Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 31. október 2018 07:00 Minnihlutinn telur alvarlega stöðu nú uppi í leikskólamálum í Hafnarfjarðarbæ. Fréttablaðið/Daníel Hafnarfjörður Aðeins 29 prósent starfsmanna leikskóla í Hafnarfirði eru menntaðir sem slíkir. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði telja þetta hlutfall allt of lágt og vilja að fyrsta skólastigið verði betur mannað menntuðu starfsfólki. Þar kemur fram að mikið skorti upp á að leikskólar í Hafnarfirði uppfylli lágmarkskröfur um að tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla hafi til þess bæra menntun. Einnig hefur ekki tekist að manna störf á leikskólum bæjarins en sjö stöðugildi eru ómönnuð. Segja fulltrúar minnihlutans betur mega ef duga skuli. „Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar,“ segir í bókun minnihlutans.Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins.„Þetta er náttúrulega alveg grafalvarlegt mál. Það er ekki að ástæðulausu að lögin kveði á um það að 66 prósent starfsmanna leikskóla eigi að vera menntaðir leikskólakennarar. Það er til þess að í skólastarfi sé faglega að öllu staðið, bæði gagnvart þroska og menntun barnanna. Þegar við erum að hanga í 29 prósentum þá segir það fyrst og fremst að áherslurnar liggja ekki á réttum stöðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Hafnarfirði. Af 475 starfsmönnum leikskóla bæjarins eru 138 menntaðir leikskólakennarar og 97 með einhvers konar aðra háskólamenntun. 240 starfsmenn hafa svo ekki háskólamenntun samkvæmt gögnum bæjarins. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta er blekkingarleikur þar sem við sættum okkur við sífellt minnkandi hlutverk þeirra sem kunna til verka. Það er blekkingarleikur að halda því fram að hægt sé að halda uppi öflugu og faglegu skólastarfi með þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir,“ segir Sigurður. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi ekki ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hafnarfjörður Aðeins 29 prósent starfsmanna leikskóla í Hafnarfirði eru menntaðir sem slíkir. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði telja þetta hlutfall allt of lágt og vilja að fyrsta skólastigið verði betur mannað menntuðu starfsfólki. Þar kemur fram að mikið skorti upp á að leikskólar í Hafnarfirði uppfylli lágmarkskröfur um að tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla hafi til þess bæra menntun. Einnig hefur ekki tekist að manna störf á leikskólum bæjarins en sjö stöðugildi eru ómönnuð. Segja fulltrúar minnihlutans betur mega ef duga skuli. „Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar,“ segir í bókun minnihlutans.Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins.„Þetta er náttúrulega alveg grafalvarlegt mál. Það er ekki að ástæðulausu að lögin kveði á um það að 66 prósent starfsmanna leikskóla eigi að vera menntaðir leikskólakennarar. Það er til þess að í skólastarfi sé faglega að öllu staðið, bæði gagnvart þroska og menntun barnanna. Þegar við erum að hanga í 29 prósentum þá segir það fyrst og fremst að áherslurnar liggja ekki á réttum stöðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Hafnarfirði. Af 475 starfsmönnum leikskóla bæjarins eru 138 menntaðir leikskólakennarar og 97 með einhvers konar aðra háskólamenntun. 240 starfsmenn hafa svo ekki háskólamenntun samkvæmt gögnum bæjarins. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta er blekkingarleikur þar sem við sættum okkur við sífellt minnkandi hlutverk þeirra sem kunna til verka. Það er blekkingarleikur að halda því fram að hægt sé að halda uppi öflugu og faglegu skólastarfi með þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir,“ segir Sigurður. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi ekki ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira