Stærðarmunur á þolanda og ákærða svo mikill að ekki var fallist á nauðvörn Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2018 13:34 Héraðsdómur Reykjavíkur. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann á Akranesi í janúar árið 2016. Maðurinn sagði brotaþola hafa ráðist fyrst á sig, og því hafi hann þurft að grípa til neyðarvarnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki hægt að réttlæta viðbrögð mannsins vegna þess hversu mikill hæðar- og þyngdarmunur var á honum og þolanda. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola þann 30. janúar 2016 á bílastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi. Manninum er gefið að sök að hafa stigið út úr bifreið sinni og skallað þolandann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga. Maðurinn neitaði sök.Sakaði brotaþola um að bera út slúður Við aðalmeðferð sagðist maðurinn hafa komið á bílastæðið umræddan dag. Hann hefði ætlað að hitta vin sinn og sá brotaþola koma akandi og ákvað þá að tala við brotaþola um slúður sem brotaþoli hefði borið út um hann um ætlaða fíkniefnasölu.Ákærði kvaðst aldrei hafa komið nálægt fíkniefnum en orðrómur hefði verið um það í bænum. Ákærði kvaðst þá hafa gengið að brotaþola og spurt hann af hverju hann hefði borið þetta út, en brotaþoli neitaði því að hafa borið slúðrið út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði í kjölfarið orðið ofbeldisfullur í sinn garð. Ákærði hefði þá ýtt brotaþola upp að bifreið hans. Við það hefði brotaþoli ráðist á ákærða og skallað hann. Ákærði kvaðst þá hafa svarað í sömu mynt og skallað brotaþola. Ákærði kvaðst vera 120 kg og 186 cm hár. Hann kvaðst hafa verið hræddur við brotaþola enda vitað að hann væri ofbeldisfullur. Brotaþoli bar að nefndan dag hefði hann verið að koma til vinnu og hefði ákærði þá komið til hans og viljað ræða við hann. Allt í einu hefði ákærði skallað sig og í framhaldinu hefði komið til ryskinga milli þeirra. Ákærði hefði jafnframt slegið hann. Þá neitaði brotaþoli að hafa ráðist á ákærða og skallað hann. Brotaþoli kvaðst enn fremur vera 163 cm hár og 50 kg. Stærðarmunurinn greinilegur við aðalmeðferð Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi játað að hafa skallað brotaþola eins og hann er ákærður fyrir. Hann neitaði hins vegar sök og sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Dómurinn tók í því samhengi tillit til þess hversu mikill munur var á hæð og þyngd þolanda og ákærða, auk þess sem munurinn hafi verið greinilegur við aðalmeðferð málsins. Dómurinn féllst því ekki á að ákærði hafi átt hendur sínar að verja á þann hátt að réttlætt geti viðbrögð hans. Ákærði var dæmdur til að sæta skilorðsbundnu fangelsi í 30 daga. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 632.400 krónur. Dómsmál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann á Akranesi í janúar árið 2016. Maðurinn sagði brotaþola hafa ráðist fyrst á sig, og því hafi hann þurft að grípa til neyðarvarnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki hægt að réttlæta viðbrögð mannsins vegna þess hversu mikill hæðar- og þyngdarmunur var á honum og þolanda. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola þann 30. janúar 2016 á bílastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi. Manninum er gefið að sök að hafa stigið út úr bifreið sinni og skallað þolandann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga. Maðurinn neitaði sök.Sakaði brotaþola um að bera út slúður Við aðalmeðferð sagðist maðurinn hafa komið á bílastæðið umræddan dag. Hann hefði ætlað að hitta vin sinn og sá brotaþola koma akandi og ákvað þá að tala við brotaþola um slúður sem brotaþoli hefði borið út um hann um ætlaða fíkniefnasölu.Ákærði kvaðst aldrei hafa komið nálægt fíkniefnum en orðrómur hefði verið um það í bænum. Ákærði kvaðst þá hafa gengið að brotaþola og spurt hann af hverju hann hefði borið þetta út, en brotaþoli neitaði því að hafa borið slúðrið út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði í kjölfarið orðið ofbeldisfullur í sinn garð. Ákærði hefði þá ýtt brotaþola upp að bifreið hans. Við það hefði brotaþoli ráðist á ákærða og skallað hann. Ákærði kvaðst þá hafa svarað í sömu mynt og skallað brotaþola. Ákærði kvaðst vera 120 kg og 186 cm hár. Hann kvaðst hafa verið hræddur við brotaþola enda vitað að hann væri ofbeldisfullur. Brotaþoli bar að nefndan dag hefði hann verið að koma til vinnu og hefði ákærði þá komið til hans og viljað ræða við hann. Allt í einu hefði ákærði skallað sig og í framhaldinu hefði komið til ryskinga milli þeirra. Ákærði hefði jafnframt slegið hann. Þá neitaði brotaþoli að hafa ráðist á ákærða og skallað hann. Brotaþoli kvaðst enn fremur vera 163 cm hár og 50 kg. Stærðarmunurinn greinilegur við aðalmeðferð Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi játað að hafa skallað brotaþola eins og hann er ákærður fyrir. Hann neitaði hins vegar sök og sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Dómurinn tók í því samhengi tillit til þess hversu mikill munur var á hæð og þyngd þolanda og ákærða, auk þess sem munurinn hafi verið greinilegur við aðalmeðferð málsins. Dómurinn féllst því ekki á að ákærði hafi átt hendur sínar að verja á þann hátt að réttlætt geti viðbrögð hans. Ákærði var dæmdur til að sæta skilorðsbundnu fangelsi í 30 daga. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 632.400 krónur.
Dómsmál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira