Lífið

Keilukúlu sleppt úr 165 metra hæð ofan á trampólín

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnað að sjá hvað gerist þegar keilukúla fer ofan á trampólín úr 165 metra hæð.
Magnað að sjá hvað gerist þegar keilukúla fer ofan á trampólín úr 165 metra hæð.
Á YouTube-síðunni How Ridiculous koma oft á tíðum inn merkilega, en á sama tíma frekar heimskuleg myndbönd.

Í einu af nýjasta myndbandinu má sjá keilukúlu sleppt úr 165 metra hæð niður á trampólín af stíflu í Sviss.

Stíflan heitir Luzzone og er í Ticino í Sviss en eins og margir vita er keilukúla mjög svo þung.

Það þurfti nokkrar tilraunir til að hitta skotmarkið og voru þremenningarnir við það að gefast upp þegar þetta loksins gekk eftir en útkoman er hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×