Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2018 11:32 Páll Óskar á sviði útihátíðar Hinsegin daga sumarið 2018. Hinsegin dagar Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. Til að minnast uppreisnarinnar við Stonewall í Christopher street í New York mun WorldPride, stærsti hinsegin viðburður í heimi, fara fram í New York í júní 2019 og má búast við milljónum þátttakenda að því er segir í tilkynningu frá Hinsegin dögum í Reykjavík.„Það var svo 30 árum eftir Stonewall uppreisnina, eða í júní 1999, sem í fyrsta sinn var haldin svokölluð hinsegin helgi á Ingólfstorgi. Þar komu 1.500 gestir saman til að sýna samstöðu og berjast fyrir auknum sýnileika og réttindum hinsegin fólks í íslensku samfélagi. Rúmu ári síðar var svo fyrsta gleðigangan gengin en með henni fylgdust allt að 12.000 gestir, sem var langt umfram björtustu vonir skipuleggjenda hennar. Gleðigangan hefur verið árviss viðburður síðan og er í dag ein fjölsóttasta hátíð á Íslandi.“ Undanfarin ár hafa Hinsegin dagar staðið í sex daga og viðburðir verið allt að þrjátíu.Gunnlaugur Björnsson.Hinsegin dagar„Nú verður hins vegar gefið enn frekar í með það að fagna hinu merka afmælisári. Hinsegin dagar 2019 munu hefjast í Reykjavík fimmtudaginn 8. ágúst og standa yfir í 10 daga. Á dagskrá hátíðarinnar verður fjöldi fjölbreyttra, fræðandi og skemmtilegra viðburða en hápunkturinn verður svo gleðiganga og glæsileg útihátíð laugardaginn 17. ágúst.“ Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir að framundan sé svo sannarlega stórt ár. „Það hefur gríðarlega margt áunnist frá því að Hinsegin dagar voru fyrst haldnir, svo ekki sé minnst á þann tíma sem liðinn er frá Stonewall uppreisninni. Af þessu tilefni viljum við því lengja hátíðahöld tengd Hinsegin dögum. Með því gefst okkur ekki bara svigrúm til að bjóða upp á enn fleiri fræðsluviðburði en áður heldur einnig fleiri og stærri kvöldviðburði á borð við tónleika, dragsýningar og dansleiki.“ Gunnlaugur segir markmiðið sem fyrr að þakka fyrir þann árangur sem náðst hafi en um leið auka sýnileika hinsegin fólks og halda baráttunni áfram enda séu margir sigrar enn óunnir. „Að þessu sinni munum við þó gæta þess enn betur en áður að fagna og halda á lofti þeirri gleði sem einkennt hefur gleðigönguna frá upphafi. Það er nefnilega ekki alvöru afmæli án gleði þó svo að árin á undan hafi ekki endilega verið eintómur dans á rósum.” Hinsegin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. Til að minnast uppreisnarinnar við Stonewall í Christopher street í New York mun WorldPride, stærsti hinsegin viðburður í heimi, fara fram í New York í júní 2019 og má búast við milljónum þátttakenda að því er segir í tilkynningu frá Hinsegin dögum í Reykjavík.„Það var svo 30 árum eftir Stonewall uppreisnina, eða í júní 1999, sem í fyrsta sinn var haldin svokölluð hinsegin helgi á Ingólfstorgi. Þar komu 1.500 gestir saman til að sýna samstöðu og berjast fyrir auknum sýnileika og réttindum hinsegin fólks í íslensku samfélagi. Rúmu ári síðar var svo fyrsta gleðigangan gengin en með henni fylgdust allt að 12.000 gestir, sem var langt umfram björtustu vonir skipuleggjenda hennar. Gleðigangan hefur verið árviss viðburður síðan og er í dag ein fjölsóttasta hátíð á Íslandi.“ Undanfarin ár hafa Hinsegin dagar staðið í sex daga og viðburðir verið allt að þrjátíu.Gunnlaugur Björnsson.Hinsegin dagar„Nú verður hins vegar gefið enn frekar í með það að fagna hinu merka afmælisári. Hinsegin dagar 2019 munu hefjast í Reykjavík fimmtudaginn 8. ágúst og standa yfir í 10 daga. Á dagskrá hátíðarinnar verður fjöldi fjölbreyttra, fræðandi og skemmtilegra viðburða en hápunkturinn verður svo gleðiganga og glæsileg útihátíð laugardaginn 17. ágúst.“ Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir að framundan sé svo sannarlega stórt ár. „Það hefur gríðarlega margt áunnist frá því að Hinsegin dagar voru fyrst haldnir, svo ekki sé minnst á þann tíma sem liðinn er frá Stonewall uppreisninni. Af þessu tilefni viljum við því lengja hátíðahöld tengd Hinsegin dögum. Með því gefst okkur ekki bara svigrúm til að bjóða upp á enn fleiri fræðsluviðburði en áður heldur einnig fleiri og stærri kvöldviðburði á borð við tónleika, dragsýningar og dansleiki.“ Gunnlaugur segir markmiðið sem fyrr að þakka fyrir þann árangur sem náðst hafi en um leið auka sýnileika hinsegin fólks og halda baráttunni áfram enda séu margir sigrar enn óunnir. „Að þessu sinni munum við þó gæta þess enn betur en áður að fagna og halda á lofti þeirri gleði sem einkennt hefur gleðigönguna frá upphafi. Það er nefnilega ekki alvöru afmæli án gleði þó svo að árin á undan hafi ekki endilega verið eintómur dans á rósum.”
Hinsegin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira