Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2018 14:59 Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag. Vísir/Vilhelm Aðstandendur kvennafrís standa með ákvörðun sinni um að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp hjá Orku náttúru í september síðastliðnum, orðið á baráttufundi kvenna á Arnarhóli í gær. Þar flutti Áslaug Thelma ræðu þar sem hún rakti undanfara uppsagnar sinnar hjá ON og eftirmála. Áslaug sagðist hafa tilkynnt starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, um dónaskap og ruddaskap framkvæmdastjóra ON.Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits.Mynd/MannvitHún sagðist hafa fengið þau svör frá starfsmannastjóranum að gefa ætti framkvæmdastjóranum annað tækifæri en henni var hins vegar sagt upp störfum. Framkvæmdastjóra ON var sagt upp störfum eftir að Áslaug Thelma hafði setið fund með forstjóra OR og starfsmannastjóranum en uppsögn Áslaugar Thelmu hefur ekki verið dregin til baka og segist hún ekki hafa fengið útskýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krafðist þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu. Hildur sagði að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Skipuleggjendur kvennafrís segja í yfirlýsingu til fjölmiðla að þeim hafi verið full ljóst að ákvörðunin um að gefa Áslaugu Thelmu orðið á Arnarhóli í gær yrði umdeild, sérstaklega þar sem mál hennar væri enn í rannsókn hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og engin niðurstaða komin. „Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma,“ segir í yfirlýsingunni. Skipuleggjendur segjast ekki hafa reynt að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu frekar en efnistök annarra ræðukvenna í gær. „Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum.“ Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan: Þegar við aðstandendur Kvennafrís tókum þá ákvörðun að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur orðið á samstöðufundi á Arnarhóli í gær, þann 24. október, vissum við að sú ákvörðun yrði umdeild. Sérstaklega þar sem mál hennar er enn í rannsókn og engin niðurstaða komin. Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma.Boðað var til samstöðufundarins á Arnarhóli í nafni #MeToo byltingarinnar og markmiðið meðal annars að sýna þolendum stuðning í orði og verki. Við vitum að svona mál taka á alla hlutaðeigandi þegar þau koma upp og að úrlausn þeirra getur verin flókin og sár. Okkur þykir leiðinlegt að aðrar konur hafi upplifað að sér vegið á samstöðufundi allra kvenna á Íslandi.Við reyndum ekki að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu, ekki frekar en efnistök annarra ræðukvenna á Arnarhóli í gær. Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Aðstandendur kvennafrís standa með ákvörðun sinni um að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp hjá Orku náttúru í september síðastliðnum, orðið á baráttufundi kvenna á Arnarhóli í gær. Þar flutti Áslaug Thelma ræðu þar sem hún rakti undanfara uppsagnar sinnar hjá ON og eftirmála. Áslaug sagðist hafa tilkynnt starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, um dónaskap og ruddaskap framkvæmdastjóra ON.Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits.Mynd/MannvitHún sagðist hafa fengið þau svör frá starfsmannastjóranum að gefa ætti framkvæmdastjóranum annað tækifæri en henni var hins vegar sagt upp störfum. Framkvæmdastjóra ON var sagt upp störfum eftir að Áslaug Thelma hafði setið fund með forstjóra OR og starfsmannastjóranum en uppsögn Áslaugar Thelmu hefur ekki verið dregin til baka og segist hún ekki hafa fengið útskýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krafðist þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu. Hildur sagði að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Skipuleggjendur kvennafrís segja í yfirlýsingu til fjölmiðla að þeim hafi verið full ljóst að ákvörðunin um að gefa Áslaugu Thelmu orðið á Arnarhóli í gær yrði umdeild, sérstaklega þar sem mál hennar væri enn í rannsókn hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og engin niðurstaða komin. „Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma,“ segir í yfirlýsingunni. Skipuleggjendur segjast ekki hafa reynt að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu frekar en efnistök annarra ræðukvenna í gær. „Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum.“ Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan: Þegar við aðstandendur Kvennafrís tókum þá ákvörðun að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur orðið á samstöðufundi á Arnarhóli í gær, þann 24. október, vissum við að sú ákvörðun yrði umdeild. Sérstaklega þar sem mál hennar er enn í rannsókn og engin niðurstaða komin. Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma.Boðað var til samstöðufundarins á Arnarhóli í nafni #MeToo byltingarinnar og markmiðið meðal annars að sýna þolendum stuðning í orði og verki. Við vitum að svona mál taka á alla hlutaðeigandi þegar þau koma upp og að úrlausn þeirra getur verin flókin og sár. Okkur þykir leiðinlegt að aðrar konur hafi upplifað að sér vegið á samstöðufundi allra kvenna á Íslandi.Við reyndum ekki að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu, ekki frekar en efnistök annarra ræðukvenna á Arnarhóli í gær. Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37