Tekið rúm þrjú ár að afgreiða tillögur innri endurskoðunar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2018 06:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinnur nú að úttekt vegna braggans við Nauthólsveg 100. Fréttablaðið/Anton Brink Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúrkeyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábendingarnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábendinga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrifstofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgarritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgarstjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrifstofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgarritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis samvinna milli aðila sem hittast reglulega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomulaginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúrkeyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábendingarnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábendinga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrifstofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgarritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgarstjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrifstofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgarritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis samvinna milli aðila sem hittast reglulega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomulaginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira