Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2018 21:30 Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. Hundurinn Sámur, sem er í eigu fyrrverandi forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaief, verður mögulega fyrsti klónaði íslenski hundurinn. Ólafur greindi frá því um helgina að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til rannsóknarstofu í Texas. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas.Forstjóri Íslenskrar erfðagreininar segir klón í rauninni vera eineggja tvíbura. Samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. „Þá ertu að búa til erfðaeintak sem elst upp við annars konar kringumstæður. Þannig að ég held að Dorrit ætti ekkert að verða hissa þó að klónið af Sámi bíti hana. Þar sem klónið af Sámi gæti komið til með að haga sér svolítið öðruvísi," segir Kári Stefánsson.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánHann segir erfitt að nálgast upplýsingar um áreiðanleika tækninnar og tölfræði um slys við ræktunina. „Hversu stór hluti þessara tilrauna leiðir til þess að það fæðist vanskaplingur, ég veit það ekki, en er viss um að það er ekki mikið undir 10%," segir Kári. Frá því að kindin Dolly var klónuð fyrst dýra árið 1996 hafa um tuttugu tegundir verið klónaðar og þótti það sæta tíðindum þegar apar voru klónaðir í fyrsta sinn í janúar vegna skyldleika þeirra við menn. Kári telur ekki nokkurn vafa leika á því að tæknilega sé hægt að klóna manneskju. „Mér finnst þetta, þegar kemur að gæludýrum, vera að mestu leyti tækni til þess að dekra við sjálfa sig ef menn eru í þeirri efnahagslegu aðstöðu að geta það. Þegar kemur að því að klóna fólk erum við komin inn á miklu flóknara sprengjusvæði þegar kemur að viðkvæmum álitaefnum, og það eitthvað sem ég vona að menn geri ekki," segir Kári. Tengdar fréttir Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. Hundurinn Sámur, sem er í eigu fyrrverandi forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaief, verður mögulega fyrsti klónaði íslenski hundurinn. Ólafur greindi frá því um helgina að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til rannsóknarstofu í Texas. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas.Forstjóri Íslenskrar erfðagreininar segir klón í rauninni vera eineggja tvíbura. Samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. „Þá ertu að búa til erfðaeintak sem elst upp við annars konar kringumstæður. Þannig að ég held að Dorrit ætti ekkert að verða hissa þó að klónið af Sámi bíti hana. Þar sem klónið af Sámi gæti komið til með að haga sér svolítið öðruvísi," segir Kári Stefánsson.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánHann segir erfitt að nálgast upplýsingar um áreiðanleika tækninnar og tölfræði um slys við ræktunina. „Hversu stór hluti þessara tilrauna leiðir til þess að það fæðist vanskaplingur, ég veit það ekki, en er viss um að það er ekki mikið undir 10%," segir Kári. Frá því að kindin Dolly var klónuð fyrst dýra árið 1996 hafa um tuttugu tegundir verið klónaðar og þótti það sæta tíðindum þegar apar voru klónaðir í fyrsta sinn í janúar vegna skyldleika þeirra við menn. Kári telur ekki nokkurn vafa leika á því að tæknilega sé hægt að klóna manneskju. „Mér finnst þetta, þegar kemur að gæludýrum, vera að mestu leyti tækni til þess að dekra við sjálfa sig ef menn eru í þeirri efnahagslegu aðstöðu að geta það. Þegar kemur að því að klóna fólk erum við komin inn á miklu flóknara sprengjusvæði þegar kemur að viðkvæmum álitaefnum, og það eitthvað sem ég vona að menn geri ekki," segir Kári.
Tengdar fréttir Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11