Lögreglufulltrúinn fær lægri bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2018 15:34 Hæstiréttur er harðorður í garð lögreglustjóra í dómi sínum. Fréttablaðið/Anton Hæstiréttur hefur lækkað miskabætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Miskabæturnar fara úr 2,2 milljónum niður í 1,5 milljónir. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar á síðasta ári á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér.Mál hans á sér langan aðdraganda líkt og rakið var ítarlega í frétt Vísis á síðasta ári en orðrómur var uppi innan lögreglunnar um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum.Virtist málinu lokið eftir að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir því að ásakanir í hans garð væru rannsakaðar og Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Fréttablaðið/ErnirFletti skýrslu Karl Steinars Málið blossaði hins vegar upp á nýjan leik árið 2015 og svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Var ráðist í svokallaða innanhúsathugun þar sem ásakanirnar á hendur manninum voru rannsakar. Tveir lögreglumenn sáu um athugunina.Eftir að lögreglumennirnir skiluðu inn skýrslu um ásakanirnar var hann fluttur til í starfi nokkrum sinnum. Rétt fyrir áramót 2015 tók ríkissaksóknari hins vegar ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum fulltrúans. Var maðurinn fluttur aftur til í starfi en nokkrum dögum síðar veitt tímabundin lausn frá starfi.Sú rannsókn skilaði hins vegar engu og fór maðurinn í mál við íslenska ríkið þar sem honum voru að lokum dæmdar 2,2 milljónir í miskabætur. Því máli var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar er Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknar Karls Steinars árið 2012 en fyrir dómi sagðist hún aðeins hafa „flett“ skýrslu hans. Henni hafi hins vegar borið að láta fara fram ítarlega rannsókn en ekki „innanhúsathugun.“HæstirétturVísir/Vilhelm„Á lögreglustjóra hvíldi sérstaklega rík skylda til að rannsaka sannleiksgildi þeirra ávirðinga sem á stefnda voru bornar og gæta meðalhófs við töku ákvörðunar sinnar, ekki síst í ljósi þess að stefndi hafði nokkrum árum áður sætt slíkum áburði, án þess að fyrir honum væri nokkur fótur, eins og rakið var í áðurnefndu minnisblaði fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns 2012,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar sem lögreglustjóri hafi þegar verið búinn að flyja fulltrúann til í starfi hafi ekki verið þörf á því að „að grípa til svo afdrifaríkrar ákvörðunar sem tímabundin lausn úr starfi er og gekk hún því lengra en efni stóðu til og fór þannig í bága við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar,“ líkt og segir í dómi Hæstaréttar. Var fulltrúanum því dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur auk þess sem að íslenska ríkið þarf að greiða 2,5 milljón króna málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Hæstiréttur hefur lækkað miskabætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Miskabæturnar fara úr 2,2 milljónum niður í 1,5 milljónir. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar á síðasta ári á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér.Mál hans á sér langan aðdraganda líkt og rakið var ítarlega í frétt Vísis á síðasta ári en orðrómur var uppi innan lögreglunnar um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum.Virtist málinu lokið eftir að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir því að ásakanir í hans garð væru rannsakaðar og Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Fréttablaðið/ErnirFletti skýrslu Karl Steinars Málið blossaði hins vegar upp á nýjan leik árið 2015 og svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Var ráðist í svokallaða innanhúsathugun þar sem ásakanirnar á hendur manninum voru rannsakar. Tveir lögreglumenn sáu um athugunina.Eftir að lögreglumennirnir skiluðu inn skýrslu um ásakanirnar var hann fluttur til í starfi nokkrum sinnum. Rétt fyrir áramót 2015 tók ríkissaksóknari hins vegar ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum fulltrúans. Var maðurinn fluttur aftur til í starfi en nokkrum dögum síðar veitt tímabundin lausn frá starfi.Sú rannsókn skilaði hins vegar engu og fór maðurinn í mál við íslenska ríkið þar sem honum voru að lokum dæmdar 2,2 milljónir í miskabætur. Því máli var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar er Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknar Karls Steinars árið 2012 en fyrir dómi sagðist hún aðeins hafa „flett“ skýrslu hans. Henni hafi hins vegar borið að láta fara fram ítarlega rannsókn en ekki „innanhúsathugun.“HæstirétturVísir/Vilhelm„Á lögreglustjóra hvíldi sérstaklega rík skylda til að rannsaka sannleiksgildi þeirra ávirðinga sem á stefnda voru bornar og gæta meðalhófs við töku ákvörðunar sinnar, ekki síst í ljósi þess að stefndi hafði nokkrum árum áður sætt slíkum áburði, án þess að fyrir honum væri nokkur fótur, eins og rakið var í áðurnefndu minnisblaði fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns 2012,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar sem lögreglustjóri hafi þegar verið búinn að flyja fulltrúann til í starfi hafi ekki verið þörf á því að „að grípa til svo afdrifaríkrar ákvörðunar sem tímabundin lausn úr starfi er og gekk hún því lengra en efni stóðu til og fór þannig í bága við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar,“ líkt og segir í dómi Hæstaréttar. Var fulltrúanum því dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur auk þess sem að íslenska ríkið þarf að greiða 2,5 milljón króna málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira