Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fellibylnum Michael sem gekk yfir Flórída í dag hefur verið lýst sem skrímsli. Íslensk kona sem býr í Panama City segir fólk hafa verið óundirbúið og að eyðileggingin sé gríðarleg. Við ræðum við konuna í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Einnig höldum við áfram að fjalla um braggann fræga í Nauthólsvík en forseti borgarstjórnar segir að það muni ekki fara eyrir í viðbót í framkvæmdir.  Við skoðum betur starfsmannamál hjá Eflingu en fjórir starfsmenn hafa hætt eða farið í veikindaleyfi á stuttum tíma. Framkvæmdastjórinn vill ekki tjá sig um hvort hann beri traust til viðkomandi starfsmanna. Rætt verður við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar í kvöldfréttum.

Einnig fjöllum við um neyðarlendingu geimfara í dag, komum inn á loftslagsmálin og segjum ykkur frá áhuga menntamálaráðherra að halda heimsmeistaramótið í skák á Íslandi árið 2022.  Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.