Þrír sjást bera eld að Laugalækjarskóla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 18:45 Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í nótt en mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð inn í skólann. Til skoðunar er hvort klæðning hússins standist reglugerð. Tilkynning um eld í Laugalækjarskóla barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á öðrum tímanum í nótt og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk aukavaktar sem boðuð var út. Slökkvistarf tók um fjórar klukkustundir en eldurinn logaði í klæðningu utan á byggingu skólans og þurftu slökkviliðsmenn að rífa hana frá til þess að slökkva eldinn. Aðstoðarskólastjóri segir það hafa verið óskemmtilegt að mæta til vinnu í morgun.Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri LaugalækjarskólaVisir/Stöð 2„Þetta er bara ömurlegt. Þetta lítur mjög illa út að utan,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla, þegar fréttastofa skoðaði aðstæður við skólann í dag. Það þykir mildi að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann en bæði hurð og gluggar eru nærri þar sem eldurinn logaði. „Eldurinn fór ekki inn en reykur fór bara hérna inn í bókasafnið en þetta hefði getað farið verr,“ segir Sólveig. Samkvæmt heimildum fréttastofu sést á upptökum öryggismyndavéla skólans í nótt að þrír einstaklingar komu að því að bera eld að skólanum og styðst lögreglan við þær upptökur í rannsókn sinni á tildrögum eldsvoðans. Fulltrúar frá brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skoðuðu aðstæður í dag og kanna meðal annars hvort klæðning utan á skólanum standist reglugerð. Vísir„Ekki finnst mér það nú, því að hönnun hússins var unnin í samráði við brunahönnuð á sínum tíma og það var gert ráð fyrir svokallaðri klæðningu í flokki I, sem er tregbrennanleg klæðning. En hér er bara einhverskonar krossviðarrenningar og pappi sem augljóslega hefur brunnið mjög vel,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ef byggingarefni hefði verið samkvæmt reglugerð hefði eldurinn ekki breiðst út með þessum hætti. „Ef að þetta er rétt gert og efnin eru óbrennanleg eða tregbrennanleg, þá nær sér aldrei upp sjálfberandi eldur,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í nótt en mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð inn í skólann. Til skoðunar er hvort klæðning hússins standist reglugerð. Tilkynning um eld í Laugalækjarskóla barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á öðrum tímanum í nótt og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk aukavaktar sem boðuð var út. Slökkvistarf tók um fjórar klukkustundir en eldurinn logaði í klæðningu utan á byggingu skólans og þurftu slökkviliðsmenn að rífa hana frá til þess að slökkva eldinn. Aðstoðarskólastjóri segir það hafa verið óskemmtilegt að mæta til vinnu í morgun.Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri LaugalækjarskólaVisir/Stöð 2„Þetta er bara ömurlegt. Þetta lítur mjög illa út að utan,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla, þegar fréttastofa skoðaði aðstæður við skólann í dag. Það þykir mildi að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann en bæði hurð og gluggar eru nærri þar sem eldurinn logaði. „Eldurinn fór ekki inn en reykur fór bara hérna inn í bókasafnið en þetta hefði getað farið verr,“ segir Sólveig. Samkvæmt heimildum fréttastofu sést á upptökum öryggismyndavéla skólans í nótt að þrír einstaklingar komu að því að bera eld að skólanum og styðst lögreglan við þær upptökur í rannsókn sinni á tildrögum eldsvoðans. Fulltrúar frá brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skoðuðu aðstæður í dag og kanna meðal annars hvort klæðning utan á skólanum standist reglugerð. Vísir„Ekki finnst mér það nú, því að hönnun hússins var unnin í samráði við brunahönnuð á sínum tíma og það var gert ráð fyrir svokallaðri klæðningu í flokki I, sem er tregbrennanleg klæðning. En hér er bara einhverskonar krossviðarrenningar og pappi sem augljóslega hefur brunnið mjög vel,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ef byggingarefni hefði verið samkvæmt reglugerð hefði eldurinn ekki breiðst út með þessum hætti. „Ef að þetta er rétt gert og efnin eru óbrennanleg eða tregbrennanleg, þá nær sér aldrei upp sjálfberandi eldur,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31
Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12