Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 19:00 Björgunarstarf á eyjunni Sulawesi gengur hægt eftir náttúruhamfarirnar á föstudag. Tveir Íslendingar eru á leið á svæðið og verður hlutverk þeirra meðal annars að leggja mat á aðstæður. Yfirvöld í Indónesíu segja að á annað þúsund manns séu látnir eftir náttúruhamfarirnar á eyjunni Sulawesi í Indónesíu á föstudag. Jarðskjálftinn sem var 7,5 að stærð átti upptök sín í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu sem er inn í firði en og fór flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum inn fjörðinn með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni með gífurlegri eyðileggingu og mannfalli. Ástandið á eyjunni er víða enn mjög slæmt og í héraðinu Dongala hefur lítið heyrst um afdrif fólks en héraðið liggur utar í firðinum. Hörmungarnar hafa dunið yfir á svæðinu en í kjölfar flóðbylgjunnar og jarðskjálftans fóru aurskriður að af stað sem grófu heilu þorpin undir. Lík þrjátíu og fjögurra barna fundust í biblíuskóla sem hafði orðið undir einni skriðunni. Spítalar eru yfirfullir og varlega er áætlað að yfir tvö hundruð þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoða að halda. Snemma í morgun lögðu tveir Íslendingar af stað við þriðja mann á vegum NetHope sem eru regnhlífarsamtök 58 af stærstu hjálparsamtökum í heiminum en þeirra hlutverk verður koma fjarskiptatækjum til hjálparstarfsmanna og leggja mat á aðstæður.Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á ÍslandiVísir/Stöð 2Samhæfingarstjóri hjá NetHope hér á landi segir að fjarskipti eru grunnurinn að því að hægt sé að skipuleggja hjálparstarf og að aðstæður ytra séu mjög erfiðar en nær ekkert rafmagn er á eyjunn. „Stór hluti af því sem að núna hefur verið vandamál er að fá upplýsingar frá þeim héruðum sem eru fyrir norðan Palu. Það nær enginn sambandi við neinn og það er erfitt að komast á milli, „segir Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope hér á landi. Íslendingarnir koma til með að verða á hamfarasvæðinu í tvær vikur en þá koma þeir heim og tveir aðrir sendir út. Tenging er á milli samtakanna og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem hefur yfir að ráða hópi, sem sérhæfir sig í fjarskiptum en þeir sem eru sendur út eru að undirlagi þjálfaðir björgunarsveitarmenn. Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Björgunarstarf á eyjunni Sulawesi gengur hægt eftir náttúruhamfarirnar á föstudag. Tveir Íslendingar eru á leið á svæðið og verður hlutverk þeirra meðal annars að leggja mat á aðstæður. Yfirvöld í Indónesíu segja að á annað þúsund manns séu látnir eftir náttúruhamfarirnar á eyjunni Sulawesi í Indónesíu á föstudag. Jarðskjálftinn sem var 7,5 að stærð átti upptök sín í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu sem er inn í firði en og fór flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum inn fjörðinn með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni með gífurlegri eyðileggingu og mannfalli. Ástandið á eyjunni er víða enn mjög slæmt og í héraðinu Dongala hefur lítið heyrst um afdrif fólks en héraðið liggur utar í firðinum. Hörmungarnar hafa dunið yfir á svæðinu en í kjölfar flóðbylgjunnar og jarðskjálftans fóru aurskriður að af stað sem grófu heilu þorpin undir. Lík þrjátíu og fjögurra barna fundust í biblíuskóla sem hafði orðið undir einni skriðunni. Spítalar eru yfirfullir og varlega er áætlað að yfir tvö hundruð þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoða að halda. Snemma í morgun lögðu tveir Íslendingar af stað við þriðja mann á vegum NetHope sem eru regnhlífarsamtök 58 af stærstu hjálparsamtökum í heiminum en þeirra hlutverk verður koma fjarskiptatækjum til hjálparstarfsmanna og leggja mat á aðstæður.Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á ÍslandiVísir/Stöð 2Samhæfingarstjóri hjá NetHope hér á landi segir að fjarskipti eru grunnurinn að því að hægt sé að skipuleggja hjálparstarf og að aðstæður ytra séu mjög erfiðar en nær ekkert rafmagn er á eyjunn. „Stór hluti af því sem að núna hefur verið vandamál er að fá upplýsingar frá þeim héruðum sem eru fyrir norðan Palu. Það nær enginn sambandi við neinn og það er erfitt að komast á milli, „segir Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope hér á landi. Íslendingarnir koma til með að verða á hamfarasvæðinu í tvær vikur en þá koma þeir heim og tveir aðrir sendir út. Tenging er á milli samtakanna og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem hefur yfir að ráða hópi, sem sérhæfir sig í fjarskiptum en þeir sem eru sendur út eru að undirlagi þjálfaðir björgunarsveitarmenn.
Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19