Noregur leiðandi í fangelsismálum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 4. október 2018 08:00 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við HÍ. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur mikið skoðað fangelsismálin á Íslandi í samanburði við önnur lönd auk þess að hafa gert nokkrar rannsóknir á því sviði. Nýlega sendi Helgi frá sér ritrýnda grein ásamt Francis Pakes, prófessor við Portsmouth-háskóla, þar sem þeir báru fangelsin á Íslandi saman við fangelsi erlendis, sérstaklega í Noregi. „Noregur hefur verið álitinn fyrirmyndarsamfélag og leiðandi í fangelsismálum. Fræðimenn hafa horft mikið til Skandinavíu en hafa lítið horft til Íslands. Það sem við komumst að á Íslandi er að það er ýmislegt í umhverfi fangelsa sem er til fyrirmyndar, eins og til dæmis stærð fangelsanna.“ Fangelsi á Íslandi eru minni en gengur og gerist erlendis sem gerir það að verkum að samskiptin milli fanga og fangavarða verða persónulegri, aðgengið er betra og fleira. „En gallinn er sá að það skortir meiri faglega aðstoð við fanga. Það er bæði varðandi mönnun meðal fangavarða og einnig sérfræðinga á borð við lækna, sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og ekki síst félagsráðgjafa, sérstaklega í minni fangelsum. Þarna þarf að gera bragarbót á.“ Í rannsókninni tóku Helgi og Pakes viðtöl við fanga og fangaverði og Pakes dvaldi í viku í senn í tveimur fangelsum. Þeir kynntust því umhverfinu vel. „Í stærri löndum eins og Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu hafa rannsóknir sýnt að samskiptin eru ópersónulegri og stífari. Þar er viðhorfið gjarnan að fangaverðir séu yfir fangana hafnir og valdapýramídar áberandi,“ segir Helgi. Í Noregi og víðar í Skandinavíu er áhersla lögð á að koma fram við fanga af meiri virðingu og á jafningjagrundvelli sem leiðir af sér jákvæða hegðun. „Mikið hefur verið litið til Noregs. Þar eru nokkur ný fangelsi sem líta á yfirborðinu út eins og lúxushótel og sumir hafa kallað sumarbúðir fyrir fanga. En það sem gleymist í þeirri umræðu er að það er búið að svipta einstaklingana frelsinu og setja þá til hliðar, en við aðstæður sem eru jákvæðar,“ segir Helgi. „Þarna eru alræmdir glæpamenn og virkilega reynt að vinna með þeim og leiðbeina til að auðvelda aðlögun að samfélaginu á ný. Og ýmislegt gott hefur sýnt sig að komi út úr þessu. Árangurinn hefur til dæmis komið fram í færri endurkomum.“Skortur á eftirfylgni út í samfélagið Helgi tók þátt í samnorrænni rannsókn fyrir um 10 árum þar sem staða menntunar meðal íslenskra fanga, samanborið við önnur Norðurlönd, var skoðuð ítarlega. Sú rannsókn sýndi að menntunarstaða fanga var í heildina bágbornari hér á landi og fjöldi fanga hafði ekki lokið skyldunámi hér á landi. „Í kjölfar rannsóknarinnar var tekið til hendinni í þessum málum og virkilega reynt að fá fanga til að mennta sig, sem tókst vel til með. Árið 2015 skoðaði ég þessi mál aftur ásamt nemanda mínum, þá voru það mun fleiri sem stunduðu nám. Mikil fjölgun hafði átt sér stað,“ segir Helgi. „Rannsóknir erlendis sýna að menntun er mjög mikilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir endurkomur. Það eru minni líkur á því að þeir sem raunverulega vilja byggja sig upp og mennta sig fari aftur í fangelsi. Þeir sem ekki mennta sig og hafa lítið fyrir stafni í fangelsi eru líklegri til að koma aftur.“ Engar tölur eru þó um það hvort menntun hafi áhrif á endurkomutíðni í fangelsi á Íslandi. „En á meðan menntun skiptir máli, þá skiptir líka máli að fangar fái menntun við hæfi. Í rannsókninni árið 2015 kom í ljós að meirihluti fanga hafði hlotið greiningu af einhverju tagi. Greiningarnar voru ýmist skriftarblinda, lesblinda eða athyglisbrestur og ofvirkni. Bóklegt nám getur reynst einstaklingum með slíkar greiningar erfitt og margir óskuðu eftir því að fá meiri aðgang að verklegu námi. „Persónulegir örðugleikar af þessu tagi og vímuefnafíkn getur verið stór hluti af því hvers vegna menn enda í fangelsi. Lenda upp á kant í skólakerfinu og margir tóku það fram við okkur að þeir hefðu ekki hlotið viðeigandi aðstoð. Þetta sýnir okkur að hér er sannarlega vandi á ferðinni. Oft hentar það einstaklingum með slíka greiningu betur að sækja verklegt nám eða iðnnám, þar sem þeir ná oft að blómstra, og við eigum að koma meira til móts við fanga þar.“ Rannsóknin sýnir einnig fram á þörf á meiri eftirfylgni með náminu þegar afplánun lýkur til þess að geta haldið námi áfram annars staðar. Skortur er á meiri náms- og starfsráðgjöf til þess að byggja brú yfir í samfélagið.Netið hluti af daglegu lífi Talsverður þrýstingur hefur verið á það að auka aðgang fanga að netinu. Netið er aðgengilegt föngum í opnum fangelsum en er með öðru móti í lokuðum fangelsum. Fangar í lokuðum fangelsum nota netið til að stunda fjarnám en í einhverjum tilfellum hafa fangar ekki getað nýtt sér netið til náms vegna takmarkaðs aðgangs að síðum. „Mér finnst þurfa að taka stefnumarkandi ákvörðun varðandi netaðgang fanga og færa okkur inn í nútímann. Fyrir fáum árum var kannski helmingur okkar á netinu en í dag er þetta búið að þróast svo hratt, það eru allir á netinu. Netið er bara hluti af daglegu lífi og hluti af því að vera í nútímasamfélagi, ef fólk kemst ekki á netið er í raun verið að dæma það úr leik. Ef það er misnotað eiga þó auðvitað að vera viðurlög við því,“ segir Helgi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur mikið skoðað fangelsismálin á Íslandi í samanburði við önnur lönd auk þess að hafa gert nokkrar rannsóknir á því sviði. Nýlega sendi Helgi frá sér ritrýnda grein ásamt Francis Pakes, prófessor við Portsmouth-háskóla, þar sem þeir báru fangelsin á Íslandi saman við fangelsi erlendis, sérstaklega í Noregi. „Noregur hefur verið álitinn fyrirmyndarsamfélag og leiðandi í fangelsismálum. Fræðimenn hafa horft mikið til Skandinavíu en hafa lítið horft til Íslands. Það sem við komumst að á Íslandi er að það er ýmislegt í umhverfi fangelsa sem er til fyrirmyndar, eins og til dæmis stærð fangelsanna.“ Fangelsi á Íslandi eru minni en gengur og gerist erlendis sem gerir það að verkum að samskiptin milli fanga og fangavarða verða persónulegri, aðgengið er betra og fleira. „En gallinn er sá að það skortir meiri faglega aðstoð við fanga. Það er bæði varðandi mönnun meðal fangavarða og einnig sérfræðinga á borð við lækna, sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og ekki síst félagsráðgjafa, sérstaklega í minni fangelsum. Þarna þarf að gera bragarbót á.“ Í rannsókninni tóku Helgi og Pakes viðtöl við fanga og fangaverði og Pakes dvaldi í viku í senn í tveimur fangelsum. Þeir kynntust því umhverfinu vel. „Í stærri löndum eins og Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu hafa rannsóknir sýnt að samskiptin eru ópersónulegri og stífari. Þar er viðhorfið gjarnan að fangaverðir séu yfir fangana hafnir og valdapýramídar áberandi,“ segir Helgi. Í Noregi og víðar í Skandinavíu er áhersla lögð á að koma fram við fanga af meiri virðingu og á jafningjagrundvelli sem leiðir af sér jákvæða hegðun. „Mikið hefur verið litið til Noregs. Þar eru nokkur ný fangelsi sem líta á yfirborðinu út eins og lúxushótel og sumir hafa kallað sumarbúðir fyrir fanga. En það sem gleymist í þeirri umræðu er að það er búið að svipta einstaklingana frelsinu og setja þá til hliðar, en við aðstæður sem eru jákvæðar,“ segir Helgi. „Þarna eru alræmdir glæpamenn og virkilega reynt að vinna með þeim og leiðbeina til að auðvelda aðlögun að samfélaginu á ný. Og ýmislegt gott hefur sýnt sig að komi út úr þessu. Árangurinn hefur til dæmis komið fram í færri endurkomum.“Skortur á eftirfylgni út í samfélagið Helgi tók þátt í samnorrænni rannsókn fyrir um 10 árum þar sem staða menntunar meðal íslenskra fanga, samanborið við önnur Norðurlönd, var skoðuð ítarlega. Sú rannsókn sýndi að menntunarstaða fanga var í heildina bágbornari hér á landi og fjöldi fanga hafði ekki lokið skyldunámi hér á landi. „Í kjölfar rannsóknarinnar var tekið til hendinni í þessum málum og virkilega reynt að fá fanga til að mennta sig, sem tókst vel til með. Árið 2015 skoðaði ég þessi mál aftur ásamt nemanda mínum, þá voru það mun fleiri sem stunduðu nám. Mikil fjölgun hafði átt sér stað,“ segir Helgi. „Rannsóknir erlendis sýna að menntun er mjög mikilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir endurkomur. Það eru minni líkur á því að þeir sem raunverulega vilja byggja sig upp og mennta sig fari aftur í fangelsi. Þeir sem ekki mennta sig og hafa lítið fyrir stafni í fangelsi eru líklegri til að koma aftur.“ Engar tölur eru þó um það hvort menntun hafi áhrif á endurkomutíðni í fangelsi á Íslandi. „En á meðan menntun skiptir máli, þá skiptir líka máli að fangar fái menntun við hæfi. Í rannsókninni árið 2015 kom í ljós að meirihluti fanga hafði hlotið greiningu af einhverju tagi. Greiningarnar voru ýmist skriftarblinda, lesblinda eða athyglisbrestur og ofvirkni. Bóklegt nám getur reynst einstaklingum með slíkar greiningar erfitt og margir óskuðu eftir því að fá meiri aðgang að verklegu námi. „Persónulegir örðugleikar af þessu tagi og vímuefnafíkn getur verið stór hluti af því hvers vegna menn enda í fangelsi. Lenda upp á kant í skólakerfinu og margir tóku það fram við okkur að þeir hefðu ekki hlotið viðeigandi aðstoð. Þetta sýnir okkur að hér er sannarlega vandi á ferðinni. Oft hentar það einstaklingum með slíka greiningu betur að sækja verklegt nám eða iðnnám, þar sem þeir ná oft að blómstra, og við eigum að koma meira til móts við fanga þar.“ Rannsóknin sýnir einnig fram á þörf á meiri eftirfylgni með náminu þegar afplánun lýkur til þess að geta haldið námi áfram annars staðar. Skortur er á meiri náms- og starfsráðgjöf til þess að byggja brú yfir í samfélagið.Netið hluti af daglegu lífi Talsverður þrýstingur hefur verið á það að auka aðgang fanga að netinu. Netið er aðgengilegt föngum í opnum fangelsum en er með öðru móti í lokuðum fangelsum. Fangar í lokuðum fangelsum nota netið til að stunda fjarnám en í einhverjum tilfellum hafa fangar ekki getað nýtt sér netið til náms vegna takmarkaðs aðgangs að síðum. „Mér finnst þurfa að taka stefnumarkandi ákvörðun varðandi netaðgang fanga og færa okkur inn í nútímann. Fyrir fáum árum var kannski helmingur okkar á netinu en í dag er þetta búið að þróast svo hratt, það eru allir á netinu. Netið er bara hluti af daglegu lífi og hluti af því að vera í nútímasamfélagi, ef fólk kemst ekki á netið er í raun verið að dæma það úr leik. Ef það er misnotað eiga þó auðvitað að vera viðurlög við því,“ segir Helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira