Íslendingar kaupa fasteignir á Spáni fyrir milljónir evra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2018 19:30 Íslendingar hafa keypt fasteignir á Spáni fyrir milljónir evra undanfarin tvö ár. Á síðasta ári keyptu Íslendingar fleiri fasteignir en nokkur önnur þjóð hjá fasteignasölu sem starfar um alla Evrópu og stefnir í met annað árið í röð. Á síðustu 20 mánuðum hafa Íslendingar keypt fasteignir á Spáni fyrir alls 13 milljónir evra, eða um 1,7 milljarða króna, hjá spænsku fasteignasölunni Medland. Ætla má að umfangið sé mun meira á heildina litið enda eru fleiri fasteignasölur sem hafa milligöngu um kaup Íslendinga á fasteignum á Spáni. Í fyrra keyptu 47 einstaklingar og pör frá Íslandi eignir frá Medland. „Í dag stefnir þetta í svipaða tölu ef ekki meira,“ segir Steinunn Fjóla Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsmarkaðar hjá Medland. „Við vorum í fyrra bara stærsti kaupendahópurinn nánast hjá Medland, við erum með alla Evrópu á okkar skrá og Ísland sló auðvitað met, við erum alltaf best í heimi.“ Hún segir algengt að Íslendingar kaupi íbúðir eða einbýlishús sem kosti á bilinu 20 til 30 milljónir króna en fasteignakaup Íslendinga á Spáni hafa tekið mikinn kipp eftir að gjaldeyrishöft voru afnumin. „Við opnuðum íslandsmarkað 2016, 1. apríl, þá voru enn þá gjaldeyrishöft á markaðnum og um leið og þau voru tekin af í ársbyrjun 2017 þá byrjaði ballið og við erum ennþá að tjútta,“ segir Steinunn. Hún segir einkum tvennt skýra þennan mikla áhuga. „Það er auðvitað veðrið og verðið. Sólin og loftslagið og verðlagið úti, birtan. Það er svo margt.“ Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Íslendingar hafa keypt fasteignir á Spáni fyrir milljónir evra undanfarin tvö ár. Á síðasta ári keyptu Íslendingar fleiri fasteignir en nokkur önnur þjóð hjá fasteignasölu sem starfar um alla Evrópu og stefnir í met annað árið í röð. Á síðustu 20 mánuðum hafa Íslendingar keypt fasteignir á Spáni fyrir alls 13 milljónir evra, eða um 1,7 milljarða króna, hjá spænsku fasteignasölunni Medland. Ætla má að umfangið sé mun meira á heildina litið enda eru fleiri fasteignasölur sem hafa milligöngu um kaup Íslendinga á fasteignum á Spáni. Í fyrra keyptu 47 einstaklingar og pör frá Íslandi eignir frá Medland. „Í dag stefnir þetta í svipaða tölu ef ekki meira,“ segir Steinunn Fjóla Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsmarkaðar hjá Medland. „Við vorum í fyrra bara stærsti kaupendahópurinn nánast hjá Medland, við erum með alla Evrópu á okkar skrá og Ísland sló auðvitað met, við erum alltaf best í heimi.“ Hún segir algengt að Íslendingar kaupi íbúðir eða einbýlishús sem kosti á bilinu 20 til 30 milljónir króna en fasteignakaup Íslendinga á Spáni hafa tekið mikinn kipp eftir að gjaldeyrishöft voru afnumin. „Við opnuðum íslandsmarkað 2016, 1. apríl, þá voru enn þá gjaldeyrishöft á markaðnum og um leið og þau voru tekin af í ársbyrjun 2017 þá byrjaði ballið og við erum ennþá að tjútta,“ segir Steinunn. Hún segir einkum tvennt skýra þennan mikla áhuga. „Það er auðvitað veðrið og verðið. Sólin og loftslagið og verðlagið úti, birtan. Það er svo margt.“
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira