Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Sylvía Hall skrifar 7. október 2018 11:07 Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer. Vísir/Getty Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka og kom það mörgum að óvörum, en rapparinn hefur farið mikinn á Twitter upp á síðkastið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rapparinn gerir aðganga sína á samfélagsmiðlum óvirka en í maí 2017 hvarf hann einnig af miðlunum og kom ekki nálægt þeim í tæplega ár. Í apríl síðastliðnum virkjaði West aðganga sína á ný með stæl og hefur verið óhræddur við að tjá sig um hin ýmsu málefni. Í vikunni sem leið hafði hann ollið miklu fjaðrafoki á meðal fylgjenda sinna þar sem hann talaði meðal annars um aðdáun sína á Donald Trump Bandaríkjaforseta og birti mynd af sér með „Make America Great Again“ derhúfu sem var eitt einkennismerki forsetans í kosningabaráttunni árið 2016. Þá sagði hann einnig að hann vildi að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar yrði afnumið, en ákvæðið leggur bann við þrælahaldi.Olli fjaðrafoki í SNL Þá kom hann fram í þættinum Saturday Night Live fyrir viku síðan og hélt ræðu til stuðnings Donald Trump. Ræðan var ekki hluti af útsendingu þáttarins en áhorfendur í sal náðu ræðunni á myndband og birtu á samfélagsmiðlum. Í nýjasta þætti SNL sagði Pete Davidson, meðlimur þáttarins, að uppákoman með West hafi verið eitt það vandræðalegasta sem hann hafði séð á sínum tíma í þættinum og sagði andlega erfiðleika rapparans ekki afsaka hegðun hans, en West opinberaði það í sumar að hann hafði greinst með geðhvarfasýki. „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti,“ sagði Davidson.Pete dropped by the Weekend Update desk to talk about last week's musical guest, Kanye West. #SNL pic.twitter.com/LFzJJFTnbV— Saturday Night Live - SNL (@nbcsnl) 7 October 2018 Tengdar fréttir Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka og kom það mörgum að óvörum, en rapparinn hefur farið mikinn á Twitter upp á síðkastið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rapparinn gerir aðganga sína á samfélagsmiðlum óvirka en í maí 2017 hvarf hann einnig af miðlunum og kom ekki nálægt þeim í tæplega ár. Í apríl síðastliðnum virkjaði West aðganga sína á ný með stæl og hefur verið óhræddur við að tjá sig um hin ýmsu málefni. Í vikunni sem leið hafði hann ollið miklu fjaðrafoki á meðal fylgjenda sinna þar sem hann talaði meðal annars um aðdáun sína á Donald Trump Bandaríkjaforseta og birti mynd af sér með „Make America Great Again“ derhúfu sem var eitt einkennismerki forsetans í kosningabaráttunni árið 2016. Þá sagði hann einnig að hann vildi að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar yrði afnumið, en ákvæðið leggur bann við þrælahaldi.Olli fjaðrafoki í SNL Þá kom hann fram í þættinum Saturday Night Live fyrir viku síðan og hélt ræðu til stuðnings Donald Trump. Ræðan var ekki hluti af útsendingu þáttarins en áhorfendur í sal náðu ræðunni á myndband og birtu á samfélagsmiðlum. Í nýjasta þætti SNL sagði Pete Davidson, meðlimur þáttarins, að uppákoman með West hafi verið eitt það vandræðalegasta sem hann hafði séð á sínum tíma í þættinum og sagði andlega erfiðleika rapparans ekki afsaka hegðun hans, en West opinberaði það í sumar að hann hafði greinst með geðhvarfasýki. „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti,“ sagði Davidson.Pete dropped by the Weekend Update desk to talk about last week's musical guest, Kanye West. #SNL pic.twitter.com/LFzJJFTnbV— Saturday Night Live - SNL (@nbcsnl) 7 October 2018
Tengdar fréttir Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06
Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13
Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29