Áhrifavaldar er ekki tískuorð Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influencer marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra. Líklega má segja að þetta sé eitt heitasta umræðuefnið í markaðsmálum dagsins í dag. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé eina aðferðin sem fyrirtæki þurfa í markaðssetningu sinni. Í sinni einföldustu mynd má segja að markaðssetning með áhrifavöldum sé markaðssetning þar sem fólk sem talið er hafa jákvæð áhrif á sölu eða ímynd vörumerkja er fengið til að kynna vörumerki á einn eða annan hátt.Enn eitt tískuorðið? Reglulega spretta upp ýmis tískuorð sem oft á tíðum er einungis ný framsetning á gömlum hugtökum eða aðferðafræði. En er hugtakið áhrifavaldar enn eitt tískuorðið í markaðsfræðunum? Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur. James Dean í Rebel Without a Cause lagði línurnar að tísku ungmenna um ókomin ár í Lee gallabxum og hvítum stuttermabol. Michael J. Fox magnaði upp körfuboltatísku á sínum tíma í reimalausu uppháu framtíðar Nike-íþróttaskónum í Back to the Future 2. Munurinn er að á þessum tíma fór markaðssetning með áhrifavöldum meira og minna fram í gegnum vörustaðsetningu í bíómyndum. Í dag fer hún að stórum hluta fram í gegnum samfélagsmiðla. Hugmyndin er í raun sú sama en miðlarnir ekki endilega þeir sömu. Í dag sjáum við áhrifavalda af öllum stærðum og gerðum, stjörnur sem flestir þekkja sem og óþekkta aðila sem ná til afmarkaðra hópa með því til dæmis að nota Instagram Story eða snappa um alls konar lífsstílstengda hluti, tísku, veiði, íþróttir, pólitík og fleira. Orðið áhrifavaldar er ekki tískuorð. Þetta getur verið ótrúlega áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein leið er að handvelja áhrifavalda og semja við þá nákvæmlega um það hvernig meðhöndla eigi vörumerkið og jafnvel gera kröfu um að sjá færslur fyrirfram til samþykktar. Önnur leið er að nota kerfi sem velur fyrir þig áhrifavalda út frá ákveðnum forsendum sem þú setur inn í kerfið sem og árangri þeirra á samfélagsmiðlum. Þarna færðu ekki bara stjörnurnar heldur líka svokallaða staðbundna áhrifavalda (e. hyperlocal influencers) sem eru minni hvað varðar fylgjendur en sérhæfa sig oft í afmörkuðu efni. Staðbundnir áhrifavaldar eru oft á tíðum tilbúnir að leggja ansi mikið á sig til að koma skilaboðum vörumerkja vel til skila enda ekki vanir að fá borgað fyrir eitthvað sem þeir hafa vanalega gert sér til skemmtunar.Hvað er framundan? Eins og markaðssetning með áhrifavalda er að þróast þá verður líklega erfiðara og erfiðara fyrir fyrirtæki að hafa fullkomna stjórn á því hvernig áhrifavaldar meðhöndla vörumerki. Fyrir utan flækjustigið við það þá verður það letjandi til lengdar fyrir áhrifavalda að vera alltaf rammaðir inn í ákveðnar formúlur. Áhrifavaldar vilja gjarnan taka þátt í verkefnum sem þeir hafa trú á og hentar þeirra karakter. Líklega verður áhættan við þessa óvissu alltaf hluti af nútíma markaðssetningu með áhrifavöldum og örugglega það sem gerir hana svona skemmtilega og spennandi. Ef þú vilt fulla stjórn, birtu þá auglýsingu í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influencer marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra. Líklega má segja að þetta sé eitt heitasta umræðuefnið í markaðsmálum dagsins í dag. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé eina aðferðin sem fyrirtæki þurfa í markaðssetningu sinni. Í sinni einföldustu mynd má segja að markaðssetning með áhrifavöldum sé markaðssetning þar sem fólk sem talið er hafa jákvæð áhrif á sölu eða ímynd vörumerkja er fengið til að kynna vörumerki á einn eða annan hátt.Enn eitt tískuorðið? Reglulega spretta upp ýmis tískuorð sem oft á tíðum er einungis ný framsetning á gömlum hugtökum eða aðferðafræði. En er hugtakið áhrifavaldar enn eitt tískuorðið í markaðsfræðunum? Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur. James Dean í Rebel Without a Cause lagði línurnar að tísku ungmenna um ókomin ár í Lee gallabxum og hvítum stuttermabol. Michael J. Fox magnaði upp körfuboltatísku á sínum tíma í reimalausu uppháu framtíðar Nike-íþróttaskónum í Back to the Future 2. Munurinn er að á þessum tíma fór markaðssetning með áhrifavöldum meira og minna fram í gegnum vörustaðsetningu í bíómyndum. Í dag fer hún að stórum hluta fram í gegnum samfélagsmiðla. Hugmyndin er í raun sú sama en miðlarnir ekki endilega þeir sömu. Í dag sjáum við áhrifavalda af öllum stærðum og gerðum, stjörnur sem flestir þekkja sem og óþekkta aðila sem ná til afmarkaðra hópa með því til dæmis að nota Instagram Story eða snappa um alls konar lífsstílstengda hluti, tísku, veiði, íþróttir, pólitík og fleira. Orðið áhrifavaldar er ekki tískuorð. Þetta getur verið ótrúlega áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein leið er að handvelja áhrifavalda og semja við þá nákvæmlega um það hvernig meðhöndla eigi vörumerkið og jafnvel gera kröfu um að sjá færslur fyrirfram til samþykktar. Önnur leið er að nota kerfi sem velur fyrir þig áhrifavalda út frá ákveðnum forsendum sem þú setur inn í kerfið sem og árangri þeirra á samfélagsmiðlum. Þarna færðu ekki bara stjörnurnar heldur líka svokallaða staðbundna áhrifavalda (e. hyperlocal influencers) sem eru minni hvað varðar fylgjendur en sérhæfa sig oft í afmörkuðu efni. Staðbundnir áhrifavaldar eru oft á tíðum tilbúnir að leggja ansi mikið á sig til að koma skilaboðum vörumerkja vel til skila enda ekki vanir að fá borgað fyrir eitthvað sem þeir hafa vanalega gert sér til skemmtunar.Hvað er framundan? Eins og markaðssetning með áhrifavalda er að þróast þá verður líklega erfiðara og erfiðara fyrir fyrirtæki að hafa fullkomna stjórn á því hvernig áhrifavaldar meðhöndla vörumerki. Fyrir utan flækjustigið við það þá verður það letjandi til lengdar fyrir áhrifavalda að vera alltaf rammaðir inn í ákveðnar formúlur. Áhrifavaldar vilja gjarnan taka þátt í verkefnum sem þeir hafa trú á og hentar þeirra karakter. Líklega verður áhættan við þessa óvissu alltaf hluti af nútíma markaðssetningu með áhrifavöldum og örugglega það sem gerir hana svona skemmtilega og spennandi. Ef þú vilt fulla stjórn, birtu þá auglýsingu í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun