Innlent

Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins. Til fundarins var boðað með skömmum fyrirvara en hann fór fram í stjórnarráðinu við Lækjargötu.

Tilefni fundarins var aðeins eitt, svipting starfsleyfis fyrir fiskeldi í opnum kvíum á Tálknafirði og Patreksfirði.

Kristján Þór ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum en sagðist ekki geta tjáð sig um hvað nákvæmlega komi fram í frumvarpinu.

Hvorki náðist í Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra né Kristján Þór við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×