Innlent

Bein útsending: Tendrun Friðarsúlunnar í Viðey

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Yoko Ono, ekkja John Lennon, mun bjóða upp á fríar siglingar yfir sundið.
Yoko Ono, ekkja John Lennon, mun bjóða upp á fríar siglingar yfir sundið. VISIT REYKJAVÍK
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í kvöld í tólfta skipti. Hægt verður að fylgjast með tendruninni í beinni útsendingu hér að neðan, en útsendingin hefst klukkan 19:30.

Ljósi er hleypt á Friðarsúluna árlega þann 9. október, en það er fæðingardagur tónlistarmannsins John Lennon. Friðarsúlan mun varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur hans.

Gestum er boðið að vera viðstaddir tendrunina í Viðey en Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og fleiri halda úti dagskrá sem hefst kl. 17.45 og stendur til 21.00.

Yoko Ono, ekkja Lennon, býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Siglt verður frá Skarfabakka frá kl. 17.30 til 19.30.

Dagskráin er eftirfarandi:

17:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um Richard Serra

18:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur

18:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um Richard Serra

19:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur

Dagskrá í Viðey

19.00 Högni Egils flytur tónlist sína í Viðeyjarnausti

19.45 Kór Graduale Nobili kemur fram við Friðarsúluna

19.58 Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson flytur ávarp

20.00 Ávarp frá Yoko Ono 

20.00 Friðarsúlan tendruð undir tóna John Lennon

20.30 GDRN leikur fyrir gesti í Viðeyjarnausti

Beinu útsendinguna frá tendruninni má nálgast hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×