Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einum af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun, grunaðir um vegabréfafölsun og skjalafals. Vitnum af handtökunum og atburðarrásinni var verulega brugðið en aðgerðirnar áttu sér stað í aðsetri starfsmannaleigu með erlent vinnuafl.

Rætt verður við lögreglu og vitni að handtökunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Einnig fjöllum við um fellibylinn Michael sem nálgast strendur Flórída óðfluga en um 120 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í forvarnaraðgerðum. 

Við ræðum einnig við Thelmu Dögg Guðmundsdóttur, íslenskan bloggara, sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina. Hún var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag og segir málið afar óþægilegt. 

Þetta og margt fleira, bæði innlent og erlent, í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30  - í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×