Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2018 12:00 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Vísir Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. Í erindinu var farið fram á að stjórnin taki afstöðu til þess með hvaða hætti verði tekið á „marklausri uppsögn“ hennar hjá fyrirtækinu. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur kom saman til fundar í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur í gærkvöldi en ástæðan er sú atburðarrás sem uppsögn Áslaugar Thelmu hjá Orku náttúrunnar hefur hrundið af stað hjá fyrirtækinu. Áslaug Thelma hefur gefið út að hún ætli að leita réttar síns af fullum þunga enda hafi henni verið sagt upp án allra skýringa og eftir kvartanir um framferði framkvæmdastjóra fyrirtækisins.Sjá einnig:Atburðarásin í Orkuveitumálinu rakin frá A til Ö Áslaug Thelma hefur leitað til VR vegna uppsagnar sinnar sem fer nú yfir málið. Þá er hún með lögfræðinga sem sinna hennar máli. Lögfræðingur hennar sendi erindi inn á stjórnarfundinn í gær. Þar var farið fram á að stjórn OR taki afstöðu til þess með hvaða hætti verði tekið á „marklausri uppsögn“ hennar og máli hennar sem hrundið hefur af stað röð uppsagna og því að forstjórinn, Bjarni Bjarnason, þurfi að stíga til hliðar. Þá var kallað eftir allsherjar skoðun á mannauðsmálun og vinnustaðarmenningu undir hans stjórn. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur verður erindi Áslaugar formlega tekið fyrir á næsta stjórnarfundi sem er á mánudag. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórn Orkuveitunnar hefur sagt í fréttum Stöðvar 2 að ef uppsögnin reynist tilhæfulaus eigi að endurráða Áslaugu Thelmu. MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. Í erindinu var farið fram á að stjórnin taki afstöðu til þess með hvaða hætti verði tekið á „marklausri uppsögn“ hennar hjá fyrirtækinu. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur kom saman til fundar í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur í gærkvöldi en ástæðan er sú atburðarrás sem uppsögn Áslaugar Thelmu hjá Orku náttúrunnar hefur hrundið af stað hjá fyrirtækinu. Áslaug Thelma hefur gefið út að hún ætli að leita réttar síns af fullum þunga enda hafi henni verið sagt upp án allra skýringa og eftir kvartanir um framferði framkvæmdastjóra fyrirtækisins.Sjá einnig:Atburðarásin í Orkuveitumálinu rakin frá A til Ö Áslaug Thelma hefur leitað til VR vegna uppsagnar sinnar sem fer nú yfir málið. Þá er hún með lögfræðinga sem sinna hennar máli. Lögfræðingur hennar sendi erindi inn á stjórnarfundinn í gær. Þar var farið fram á að stjórn OR taki afstöðu til þess með hvaða hætti verði tekið á „marklausri uppsögn“ hennar og máli hennar sem hrundið hefur af stað röð uppsagna og því að forstjórinn, Bjarni Bjarnason, þurfi að stíga til hliðar. Þá var kallað eftir allsherjar skoðun á mannauðsmálun og vinnustaðarmenningu undir hans stjórn. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur verður erindi Áslaugar formlega tekið fyrir á næsta stjórnarfundi sem er á mánudag. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórn Orkuveitunnar hefur sagt í fréttum Stöðvar 2 að ef uppsögnin reynist tilhæfulaus eigi að endurráða Áslaugu Thelmu.
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51