Bandaríkjamenn og NATO auka viðbúnað í Norður-Atlantshafi Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2018 20:00 Utanríkisráðherra segir að Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið séu að auka viðbúnað sinn á Norður-Atlantshafi í ljósi breyttra aðstæðna. Aðildarríki bandalagsins í Norður-Evrópu hafi kallað eftir breytingum vegna hegðunar Rússa í garð nágrannaríkja. Koma flugmóðurskipsins Harry S. Truman ásamt herskipaflota á hafið suður af Íslandi sem utanríkisráðherra og þingmenn heimsóttu á miðvikudag, er til marks um aukin viðbúnað bandaríska flotans á Norður-Atlantshafi. Þá er viljayfirlýsing bandaríska varnarmálaráðuneytisins varðandi þátttöku í uppbyggingu flugvalla á Grænlandi einnig til marks um breyttar áherslur Bandaríkjamanna og NATO á norðurslóðum. Í seinni tíð hefur ekki verið algengt að sjá bandarísk flugmóðurskip ásamt meðfylgjandi herskipaflota á Norður-Atlantshafi enda lögðu Bandaríkjamenn Norður-Atlantshafsflota sínum árið 2011. Rússar voru taldir til vinaþjóða og áttu fulltrúa í aðalstöðvum NATO. En aðstæður og öryggismat hefur breyst og Bandaríkjamenn hafa virkjað Atlantshafsflotann á ný sem var formlega ýtt úr vör í síðasta mánuði.Þróunin verið í þessa hátt Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir málefni norðurslóða hafa verið rædd á síðasta leiðtogafundi NATO í sumar. „Frá árinu 2014 hefur þróunin verið í þessa átt. Lönd innan Atlantshafsbandalagsins sem eru norðarlega í Evrópu hafa verið að kalla á eftir þessu,” segir Guðlaugur Þór. Það hafi verið áhyggjur meðal bandalagsþjóða að Bandaríkjamenn myndu ekki standa við sínar skuldbindingar innan Atlantshafsbandalagsins, en koma þessara skipa og ýmislegt annað bendi sem betur fer til þess að svo sé ekki. Aðstæður hafi breyst eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.Samstarf við Norðurlandaþjóðir „Það sem hefur verið að gerast er ekki bara að Bandaríkjamenn og aðrar af þessum stærri þjóðum Atlantshafsbandalagsins hafi verið að líta til þessara svæða, heldur hefur samstarfið verið að þéttast á milli Norðurlandanna þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að þau séu ekki öll í Atlantshafsbandalaginu eins og Finnar og Svíar eru þeir samt nánustu samstarfsaðilar bandalagsins,” segir utanríkisráðherra. Til marks um það muni Finnar og Svíar taka þátt í alþjóðlegri heræfingu NATO í og við Noreg og Ísland í næsta mánuði. NATO Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið séu að auka viðbúnað sinn á Norður-Atlantshafi í ljósi breyttra aðstæðna. Aðildarríki bandalagsins í Norður-Evrópu hafi kallað eftir breytingum vegna hegðunar Rússa í garð nágrannaríkja. Koma flugmóðurskipsins Harry S. Truman ásamt herskipaflota á hafið suður af Íslandi sem utanríkisráðherra og þingmenn heimsóttu á miðvikudag, er til marks um aukin viðbúnað bandaríska flotans á Norður-Atlantshafi. Þá er viljayfirlýsing bandaríska varnarmálaráðuneytisins varðandi þátttöku í uppbyggingu flugvalla á Grænlandi einnig til marks um breyttar áherslur Bandaríkjamanna og NATO á norðurslóðum. Í seinni tíð hefur ekki verið algengt að sjá bandarísk flugmóðurskip ásamt meðfylgjandi herskipaflota á Norður-Atlantshafi enda lögðu Bandaríkjamenn Norður-Atlantshafsflota sínum árið 2011. Rússar voru taldir til vinaþjóða og áttu fulltrúa í aðalstöðvum NATO. En aðstæður og öryggismat hefur breyst og Bandaríkjamenn hafa virkjað Atlantshafsflotann á ný sem var formlega ýtt úr vör í síðasta mánuði.Þróunin verið í þessa hátt Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir málefni norðurslóða hafa verið rædd á síðasta leiðtogafundi NATO í sumar. „Frá árinu 2014 hefur þróunin verið í þessa átt. Lönd innan Atlantshafsbandalagsins sem eru norðarlega í Evrópu hafa verið að kalla á eftir þessu,” segir Guðlaugur Þór. Það hafi verið áhyggjur meðal bandalagsþjóða að Bandaríkjamenn myndu ekki standa við sínar skuldbindingar innan Atlantshafsbandalagsins, en koma þessara skipa og ýmislegt annað bendi sem betur fer til þess að svo sé ekki. Aðstæður hafi breyst eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.Samstarf við Norðurlandaþjóðir „Það sem hefur verið að gerast er ekki bara að Bandaríkjamenn og aðrar af þessum stærri þjóðum Atlantshafsbandalagsins hafi verið að líta til þessara svæða, heldur hefur samstarfið verið að þéttast á milli Norðurlandanna þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að þau séu ekki öll í Atlantshafsbandalaginu eins og Finnar og Svíar eru þeir samt nánustu samstarfsaðilar bandalagsins,” segir utanríkisráðherra. Til marks um það muni Finnar og Svíar taka þátt í alþjóðlegri heræfingu NATO í og við Noreg og Ísland í næsta mánuði.
NATO Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels