Lífið

Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Garðakirkju

Birgir Olgeirsson skrifar
Davíð og Jóhanna Guðrún ganga alsæl niður kirkjutröppurnar ásamt dóttur þeirra eftir athöfnina í Garðakirkju í dag.
Davíð og Jóhanna Guðrún ganga alsæl niður kirkjutröppurnar ásamt dóttur þeirra eftir athöfnina í Garðakirkju í dag. Instagram/BrynjaDögg

Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson lét pússa sig saman í Garðakirkju í Garðabæ í dag.

Jóhanna Guðrún er landsfræg fyrir sönghæfileika sína og en hún hefur starfað á því sviði frá barnsaldri. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa hafnað í öðru sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rússlandi árið 2009 þar sem hún flutti lagið Is it True? 

Davíð er einn af frambærilegustu gítarleikurum landsins en hann á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans er gítargoðsögnin Sigurgeir Sigmundsson sem hefur leikið í hljómsveitunum Start, Gildrunni og Drýsli.

Í athöfninni mátti sjá margt af helsta tónlistarfólki landsins og voru tónlistaratriði með glæsilegra móti.

Gospelkór Jóns Vídalíns, sem Davíð stjórnar, flutti lagið Waiting for a Star to Fall, sem bandaríski dúettinn Boy Meets Girl gerði vinsælt á níunda áratug síðustu aldar.

Næsta var komið að Stefaníu Svavarsdóttur sem flutti ABBA-lagið Thank You for the Music ásamt kórnum.

Stefanía og Elísabet Ormslev sungu síðan lagið You´ve Got a Friend eftir Carole King.

Á eftir þeim var það tenórinn Þór Breiðfjörð sem flutti lagið Unchained Melody, sem Righteous Brothers gerðu vinsælt á sjöunda áratug síðustu aldar.

Parið nýgifta var að sjálfsögðu klappað upp í brúðkaupsveislunni þar sem talið var í lagið Power of Love eftir Jennifer Rush sem er eflaust þekktast í flutningi Celine Dion.

 
 
 
View this post on Instagram
Einfaldlega best! #yoda2109 #djöffullergaman
A post shared by Björgvin Sigvaldason (@bjoggik) on

Og annað hljóðbrot hér af þessum flutningi:

 
 
 
View this post on Instagram
Brúðhjónin pínd upp á svið #yoda2109 #hjælp
A post shared by Aníta Gudlaug (@anitagudlaug) on

Myndir frá hjónavígslunni og brúðkaupsveislunni má sjá undir myllumerkinu #yoda2109 á InstagramAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.