Lögreglan um kynlífstækjaþjófana: Hugsanlegt að annar þeirra hafi verið með hárkollu Birgir Olgeirsson skrifar 24. september 2018 15:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki fundið innbrotsþjófana. visir/vilhelm Leitin að þjófunum tveimur sem stóðu að innbrotinu í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í Reykjavík síðastliðinn föstudag stendur enn yfir. Þjófarnir bökkuðu stolnum bíl ítrekað á hurð verslunarinnar á Kleppsvegi snemma að morgni föstudags áður en þeir fóru inn og stálu þaðan kynlífsdúkku ásamt hjálpartækjum og sleipiefnum. Bíllinn sem var notaður við innbrotið fannst síðan í stæði við Glæsibæ um þrjúleytið á föstudag. Þjófarnir höfðu skilið hluta af þýfinu eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna sem var til sölu á um 350 þúsund krónur. Lögreglan segir bílinn hafa verið stolinn og var þar að auki búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að þjófarnir hefðu stolið bílnum mánudaginn 17. september síðastliðinn. Þeir höfðu því verið á honum í fjóra daga áður en þeir skildu hann eftir við Glæsibæ. Engar eftirlitsmyndavélar voru í grennd við þann stað sem bíllinn var skilinn eftir.Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér síðastliðinn föstudagsmorgun.visir/vilhelmSegir Guðmundur Páll þjófana hafa farið inn í fyrirtæki í Reykjavík og tekið þaðan lykla að bílnum ófrjálsri hendi. Bíllinn sé talsvert skemmdur. Tekin voru sýni úr bílnum og af þýfinu og er það til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðar meðal annars fingraför sem fundust. Enginn liggur undir grun að svo stöddu og hefur enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs í málinu. Í fyrstu frétt Vísis af innbrotinu var fullyrt að þjófarnir hefðu verið tvær stúlkur. Þegar betur er rýnt í myndbandið úr eftirlitsmyndavél gæti annar þjófanna hæglega verið drengur. Sá huldi andlit sitt með hettu. Uppi voru kenningar í athugasemdakerfinu að þjófurinn sem var með sítt og ljóst hár væri í raun með hárkollu. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að fá úr því skorið hvert kynferði þjófanna sé. „Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu. Þetta er líkt kvenmönnum tveimur, en við erum að skoða það.“ Verslunareigandinn telur að tjón sitt af völdum innbrotsins nemi einni og hálfri milljón króna. Tengdar fréttir Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29 Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Þjófarnir enn ófundnir. 21. september 2018 17:15 Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Leitin að þjófunum tveimur sem stóðu að innbrotinu í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í Reykjavík síðastliðinn föstudag stendur enn yfir. Þjófarnir bökkuðu stolnum bíl ítrekað á hurð verslunarinnar á Kleppsvegi snemma að morgni föstudags áður en þeir fóru inn og stálu þaðan kynlífsdúkku ásamt hjálpartækjum og sleipiefnum. Bíllinn sem var notaður við innbrotið fannst síðan í stæði við Glæsibæ um þrjúleytið á föstudag. Þjófarnir höfðu skilið hluta af þýfinu eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna sem var til sölu á um 350 þúsund krónur. Lögreglan segir bílinn hafa verið stolinn og var þar að auki búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að þjófarnir hefðu stolið bílnum mánudaginn 17. september síðastliðinn. Þeir höfðu því verið á honum í fjóra daga áður en þeir skildu hann eftir við Glæsibæ. Engar eftirlitsmyndavélar voru í grennd við þann stað sem bíllinn var skilinn eftir.Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér síðastliðinn föstudagsmorgun.visir/vilhelmSegir Guðmundur Páll þjófana hafa farið inn í fyrirtæki í Reykjavík og tekið þaðan lykla að bílnum ófrjálsri hendi. Bíllinn sé talsvert skemmdur. Tekin voru sýni úr bílnum og af þýfinu og er það til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðar meðal annars fingraför sem fundust. Enginn liggur undir grun að svo stöddu og hefur enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs í málinu. Í fyrstu frétt Vísis af innbrotinu var fullyrt að þjófarnir hefðu verið tvær stúlkur. Þegar betur er rýnt í myndbandið úr eftirlitsmyndavél gæti annar þjófanna hæglega verið drengur. Sá huldi andlit sitt með hettu. Uppi voru kenningar í athugasemdakerfinu að þjófurinn sem var með sítt og ljóst hár væri í raun með hárkollu. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að fá úr því skorið hvert kynferði þjófanna sé. „Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu. Þetta er líkt kvenmönnum tveimur, en við erum að skoða það.“ Verslunareigandinn telur að tjón sitt af völdum innbrotsins nemi einni og hálfri milljón króna.
Tengdar fréttir Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29 Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Þjófarnir enn ófundnir. 21. september 2018 17:15 Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29
Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51