Innlent

Ferðalangar varaðir við stormi á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Djúp lægð nálgast í nótt með tilheyrandi hvassviðri og stormi.
Djúp lægð nálgast í nótt með tilheyrandi hvassviðri og stormi. Vísir/Hanna

Í dag má búast við hægri vestlægri átt og skúrum eða éljum fram eftir degi en síðar léttir til. Í nótt nálgast djúp lægð suðvestan úr hafi og hvessir þá hraustlega af suðvestri og fer að rigna. Þannig verður víða hvassviðri eða stormur og talsverð rigning á morgun, en hægara og þurrt að kalla fyrir austan, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

„Þeir sem hyggjast leggja land undir fór á morgun ættu því að vera við öllu búnir, einkum ef farið er um Strandir, Norðvesturland og í Öræfi, því þar geta vindhviður náð 35 til 40 m/s,“ segir jafnframt á vefnum.

Á laugardag verður lægðin komin langt norður fyrir land og leggst vindur þá í mun hægari norðanátt með skúrum eða éljum fyrir norðan, en birtir til syðra og kólnar nokkuð. Sunnudagsspáin lofar góðu veðri, en þó er útlit fyrir hressilegt íslenskt haustveður í fyrstu viku októbermánaðar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Suðvestan 15-23 m/s, hvassast NV-lands og talsverð rigning S- og V-lands, en úrkomulítið NA-til. Dregur úr vætu undir kvöld. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Norðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él á N- og A-landi, en annars léttskýjað. Hiti 0 til 9 stig, mildast með S-ströndinni.

Á sunnudag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s og léttskýjað víða um land. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en frystir víða um kvöldið.

Á mánudag:
Gengur í sunnanhvassviðri með talsverðri rigningu og hlýnandi veðri, en vestlægari og skúrir um kvöldið og kólnar aftur.

Á þriðjudag:
Vestlæg átt og skúrir, en léttir til eystra.  Á miðvikudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með rigningu eða slyddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.