„Ég hugsa þetta bara sem sigur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. september 2018 16:27 Sigríður Sjöfn, ekkja Tryggva Marinós, ásamt dóttur þeirra, Kristínu Önnu, og syni hennar, Tryggva Rúnari Brynjarssyni, við aðalmeðferð málsins í Hæstarétti fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. „Mér líður vel. Ég hugsa þetta bara sem sigur, stóran sigur. Ég lagði upp með það að hann yrði sýknaður af því að hann sagði alltaf sjálfur að það þýðir ekkert að gera neitt í þessu fyrr en allt þetta fólk er dáið sem kom að þessu. En hann hafði rangt fyrir sér þar. Já, ég er ofsalega ánægð og fólk verður bara að eiga það við sig hvernig þau komu fram og allt það,“ sagði Sigríður Sjöfn í samtali við fréttastofu í dag eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún kvaðst til mikillar gleði en líka sorgar þar sem Tryggvi Rúnar er ekki á lífi og fær því ekki að fagna þessum áfanga. Hæstiréttur sýknaði þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Endurupptökunefnd úrskurðaði í febrúar í fyrra að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Ekki var heimilað að taka mál. Erlu Bolladóttur upp en hún hlaut dóm fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væru blendnar tilfinningar við sýknudóminn nú. „Þetta er ekki búið enn. En gríðarlegur sigur því með þessu er auðvitað tekin afstaða til dómanna sem féllu árið 1980 og um leið er ekkert að marka minn framburð í þeim málum sem sýknað var þannig að gangi þeim vel að halda inni framburði í meinsæri,“ sagði Erla. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Cieselski, sagðist ánægður með að Hæstarétti hefði nú tekist að vinda ofan af þessu ljóta máli. „Og að einstaklingar hafi verið sýknaðir og hreinsaðir af þessum sakargiftum, það er gleði.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. „Mér líður vel. Ég hugsa þetta bara sem sigur, stóran sigur. Ég lagði upp með það að hann yrði sýknaður af því að hann sagði alltaf sjálfur að það þýðir ekkert að gera neitt í þessu fyrr en allt þetta fólk er dáið sem kom að þessu. En hann hafði rangt fyrir sér þar. Já, ég er ofsalega ánægð og fólk verður bara að eiga það við sig hvernig þau komu fram og allt það,“ sagði Sigríður Sjöfn í samtali við fréttastofu í dag eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún kvaðst til mikillar gleði en líka sorgar þar sem Tryggvi Rúnar er ekki á lífi og fær því ekki að fagna þessum áfanga. Hæstiréttur sýknaði þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Endurupptökunefnd úrskurðaði í febrúar í fyrra að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Ekki var heimilað að taka mál. Erlu Bolladóttur upp en hún hlaut dóm fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væru blendnar tilfinningar við sýknudóminn nú. „Þetta er ekki búið enn. En gríðarlegur sigur því með þessu er auðvitað tekin afstaða til dómanna sem féllu árið 1980 og um leið er ekkert að marka minn framburð í þeim málum sem sýknað var þannig að gangi þeim vel að halda inni framburði í meinsæri,“ sagði Erla. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Cieselski, sagðist ánægður með að Hæstarétti hefði nú tekist að vinda ofan af þessu ljóta máli. „Og að einstaklingar hafi verið sýknaðir og hreinsaðir af þessum sakargiftum, það er gleði.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04