Innlent

Framlög til embættis forseta Íslands lækka

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/EPA

Framlög til embættis forseta Íslands lækka um nítján milljónir króna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019. Mun ríkissjóður leggja embættinu til 360 milljónir króna árið 2019. 

Lækkar fjárheimildin til embættisins um 19 milljónir króna vegna niðurfellingar tímabundins framlags að fjárhæð fimmtán milljóna króna vegna opinberra heimsókna, meðal annars í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands og aðhaldskröfu sem er fjórar milljónir króna. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.