Bein útsending: Setning Alþingis 2018 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2018 13:00 Þingmenn ganga til guðsþjónustu. vísir/vilhelm Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í framhaldinu halda þingmenn yfir í Alþingishúsið og hlýða meðal annars á ávarp forseta Íslands sem setur þingið. Þá verður tónlist flutt auk þess sem forseti Alþingis flytur ávarp og minnist þingmanna. Hægt verður að hlusta á guðsþjónustuna og horfa á setningu þingsins í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu klukkan 13:25. Séra Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 149. löggjafarþing, og að því loknu les forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, minningarorð um fyrrverandi alþingismann, Inga Tryggvason, sem lést nýverið. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Vera Panitch fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla og Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Þá flytur forseti Alþingis ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 verður þá útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14.05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. • Strengjakvartett flytur Í fögrum dal eftir Emil Thoroddsen. • Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. • Strengjakvartett flytur Í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson. • Forseti Alþingis les minningarorð (Ingi Tryggvason). • Strengjakvartett flytur Nótt eftir Árna Thorsteinsson. • Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp. Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00. Framhald þingsetningarfundar: Kl. 16.00 Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2019 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16.20 Fundi slitið. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 12. september kl. 19.30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2019, sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, á fimmtudagsmorgun klukkan 10:30. Alþingi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í framhaldinu halda þingmenn yfir í Alþingishúsið og hlýða meðal annars á ávarp forseta Íslands sem setur þingið. Þá verður tónlist flutt auk þess sem forseti Alþingis flytur ávarp og minnist þingmanna. Hægt verður að hlusta á guðsþjónustuna og horfa á setningu þingsins í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu klukkan 13:25. Séra Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 149. löggjafarþing, og að því loknu les forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, minningarorð um fyrrverandi alþingismann, Inga Tryggvason, sem lést nýverið. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Vera Panitch fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla og Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Þá flytur forseti Alþingis ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 verður þá útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14.05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. • Strengjakvartett flytur Í fögrum dal eftir Emil Thoroddsen. • Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. • Strengjakvartett flytur Í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson. • Forseti Alþingis les minningarorð (Ingi Tryggvason). • Strengjakvartett flytur Nótt eftir Árna Thorsteinsson. • Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp. Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00. Framhald þingsetningarfundar: Kl. 16.00 Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2019 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16.20 Fundi slitið. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 12. september kl. 19.30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2019, sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, á fimmtudagsmorgun klukkan 10:30.
Alþingi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira