Bein útsending: Setning Alþingis 2018 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2018 13:00 Þingmenn ganga til guðsþjónustu. vísir/vilhelm Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í framhaldinu halda þingmenn yfir í Alþingishúsið og hlýða meðal annars á ávarp forseta Íslands sem setur þingið. Þá verður tónlist flutt auk þess sem forseti Alþingis flytur ávarp og minnist þingmanna. Hægt verður að hlusta á guðsþjónustuna og horfa á setningu þingsins í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu klukkan 13:25. Séra Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 149. löggjafarþing, og að því loknu les forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, minningarorð um fyrrverandi alþingismann, Inga Tryggvason, sem lést nýverið. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Vera Panitch fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla og Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Þá flytur forseti Alþingis ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 verður þá útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14.05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. • Strengjakvartett flytur Í fögrum dal eftir Emil Thoroddsen. • Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. • Strengjakvartett flytur Í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson. • Forseti Alþingis les minningarorð (Ingi Tryggvason). • Strengjakvartett flytur Nótt eftir Árna Thorsteinsson. • Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp. Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00. Framhald þingsetningarfundar: Kl. 16.00 Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2019 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16.20 Fundi slitið. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 12. september kl. 19.30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2019, sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, á fimmtudagsmorgun klukkan 10:30. Alþingi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í framhaldinu halda þingmenn yfir í Alþingishúsið og hlýða meðal annars á ávarp forseta Íslands sem setur þingið. Þá verður tónlist flutt auk þess sem forseti Alþingis flytur ávarp og minnist þingmanna. Hægt verður að hlusta á guðsþjónustuna og horfa á setningu þingsins í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu klukkan 13:25. Séra Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 149. löggjafarþing, og að því loknu les forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, minningarorð um fyrrverandi alþingismann, Inga Tryggvason, sem lést nýverið. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Vera Panitch fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla og Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Þá flytur forseti Alþingis ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 verður þá útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14.05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. • Strengjakvartett flytur Í fögrum dal eftir Emil Thoroddsen. • Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. • Strengjakvartett flytur Í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson. • Forseti Alþingis les minningarorð (Ingi Tryggvason). • Strengjakvartett flytur Nótt eftir Árna Thorsteinsson. • Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp. Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00. Framhald þingsetningarfundar: Kl. 16.00 Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2019 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16.20 Fundi slitið. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 12. september kl. 19.30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2019, sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, á fimmtudagsmorgun klukkan 10:30.
Alþingi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira