Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. september 2018 07:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég sé fyrir mér að umverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum okkar utanríkisstefnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Hún vísaði til nýkynntrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem vitnisburðar um metnað ríkisstjórnarinnar í málaflokknum – áætlun sem vísa á veginn í átt að markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og til endanlegs kolefnishlutleysis. „Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni,“ sagði Katrín. Hún sagði sókn í uppbyggingu samfélagslegra innviða halda áfram í nýju fjárlagafrumvarpi – innspýting sem sé langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur boðaði í málaflokkinn fyrir síðustu kosningar. „Um leið er tíminn góður þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum og því tækifæri fyrir hið opinbera til að koma með innspýtingu.“ Katrín sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði sett í forgang að takast á við kynbundið ofbeldi. Sérfræðingahópur hefði skilað af sér verkáætlun vegna baráttu gegn slíku ofbeldi. Þá kvaðst Katrín hafa ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Niðurstöður þeirrar vinnu munu rata á borð Vísinda- og tækniráðs og nýrrar framtíðarnefndar Alþingis. Katrín gerði heilbrigðismálin einnig að umtalsefni og sagði sjúklinga hér á landi hafa þurft að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en annars staðar á Norðurlöndum. „Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin nú um mánaðamótin þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær og mikilvæg aðgerð.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði stefnuræðu forsætisráðherra heldur rýra og fátt um fyrirheit inn í framtíðina. „Brellumeistarar og umbúðahönnuðir stjórnarflokkanna hafa hér haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til raunverulegra umbóta,“ sagði Þorgerður. Nú sé ljóst, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki tekið höndum saman um gjörólíka hugmyndafræði, heldur um „kyrrstöðu og völd“. „Litla ríkisstjórnarbarnið sem við hefðum svo gjarnan viljað sjá koma í heiminn og ná þessari breiðu skírskotun um stór og mikilvæg mál, var í raun aldrei neitt meira en hugmynd,“ sagði Þorgerður. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Ég sé fyrir mér að umverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum okkar utanríkisstefnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Hún vísaði til nýkynntrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem vitnisburðar um metnað ríkisstjórnarinnar í málaflokknum – áætlun sem vísa á veginn í átt að markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og til endanlegs kolefnishlutleysis. „Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni,“ sagði Katrín. Hún sagði sókn í uppbyggingu samfélagslegra innviða halda áfram í nýju fjárlagafrumvarpi – innspýting sem sé langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur boðaði í málaflokkinn fyrir síðustu kosningar. „Um leið er tíminn góður þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum og því tækifæri fyrir hið opinbera til að koma með innspýtingu.“ Katrín sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði sett í forgang að takast á við kynbundið ofbeldi. Sérfræðingahópur hefði skilað af sér verkáætlun vegna baráttu gegn slíku ofbeldi. Þá kvaðst Katrín hafa ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Niðurstöður þeirrar vinnu munu rata á borð Vísinda- og tækniráðs og nýrrar framtíðarnefndar Alþingis. Katrín gerði heilbrigðismálin einnig að umtalsefni og sagði sjúklinga hér á landi hafa þurft að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en annars staðar á Norðurlöndum. „Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin nú um mánaðamótin þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær og mikilvæg aðgerð.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði stefnuræðu forsætisráðherra heldur rýra og fátt um fyrirheit inn í framtíðina. „Brellumeistarar og umbúðahönnuðir stjórnarflokkanna hafa hér haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til raunverulegra umbóta,“ sagði Þorgerður. Nú sé ljóst, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki tekið höndum saman um gjörólíka hugmyndafræði, heldur um „kyrrstöðu og völd“. „Litla ríkisstjórnarbarnið sem við hefðum svo gjarnan viljað sjá koma í heiminn og ná þessari breiðu skírskotun um stór og mikilvæg mál, var í raun aldrei neitt meira en hugmynd,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira