Lífið

Eurovision verður í Tel Aviv

Stefán Árni Pálsson skrifar
Netta Barzilai á sviðinu í vor.
Netta Barzilai á sviðinu í vor. vísir/epa

64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael á næsta ári.

Netta Barzilai, fulltrúi Ísraels, vann Eurovision, með laginu Toy í vor og stóð keppnin á milli Netta og fulltrúa Kýpur, Eleni Foureira, sem flutti lagið Fuego.

Netta tilkynnti þegar ljóst varð að hún hafði unnið að næsta keppni færi fram í Jerúsalem. Svo er ekki og hefur nú formlega verið tilkynnt að næsta vor fer Eurovision fram í Tel Aviv.

Keppnisdagarnir þrír verða þriðjudagurinn 14. maí, fimmtudagurinn 16. maí og aðalkvöldið verður laugardaginn 18. maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.