Krefjast endurskoðunar á skerðingum Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2018 06:00 Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Fréttablaðið/Pjetur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endurskoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í samræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Tryggingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunarinnar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þannig að við getum ekki breytt framkvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með velferðarráðuneytinu og úrskurðarnefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga samtal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endurskoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í samræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Tryggingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunarinnar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þannig að við getum ekki breytt framkvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með velferðarráðuneytinu og úrskurðarnefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga samtal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00