Krefjast endurskoðunar á skerðingum Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2018 06:00 Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Fréttablaðið/Pjetur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endurskoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í samræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Tryggingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunarinnar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þannig að við getum ekki breytt framkvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með velferðarráðuneytinu og úrskurðarnefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga samtal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endurskoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í samræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þúsund manns skertar örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Tryggingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunarinnar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þannig að við getum ekki breytt framkvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með velferðarráðuneytinu og úrskurðarnefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga samtal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað. 17. september 2018 06:00