„Ekki sjálfsagt að geta orðið ófrísk“ Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2018 22:00 Það er algengara en fólk heldur að konur missi fóstur en umræðan um þessi mál hefur ekki verið áberandi. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sagði Sindra Sindrasyni sögu sína af fósturmissi í Íslandi í dag. Eva Laufey giftist æskuástinni sinni Haraldi Haraldssyni fyrir tveimur árum og áttu þau þá fyrir eina dóttur, Ingibjörgu Rósu sem nú er 4 ára gömul. Fyrir ári síðan bættist önnur dóttir við í fjölskylduna en þá fæddist Kristín Rannveig. Hjónin fundu um leið og yngri dóttirin fæddist að þau langaði að eignast þriðja barnið. „Ég segi að ég gleymi fæðingunni hratt og var strax farin að hugsa um þriðja barnið“.Fékk ónotatilfinningu á meðan að á tökum stóð Eva segist vera manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún vill gera í lífinu, og er því búin að lista því upp sem hún ætlar að gera fyrir fram. Þegar í ljós kom að Eva var ófrísk af þriðja barni hjónanna fór því allt á fullt, nöfn valin, húsið skipulagt og framtíðin skipulögð. „Ég hélt að þetta væri alltaf nákvæmlega eins, ég á tvær hraustar og heilbrigðar stelpur og það gekk allt mjög vel og af hverju ætti þetta ekki að ganga líka jafnvel“. En þegar Eva var komin tíu vikur á leið missti hún fóstrið. Eva tók eftir blæðingum og fékk strax ónotatilfinningu, kláraði vinnudaginn og hélt að honum loknum í skoðun. „Ég fékk að koma upp á spítala og þar tóku á móti mér yndislegar hjúkkur ljósmóðir og svo læknir, þá kom í ljós að það var ekki hjartsláttur og ekki í lagi með þetta fóstur“. „Það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta er mikil sorg, fóstrið er ekki það stórt en væntingar og þrár eru orðnar stórar þetta er orðinn hluti af okkar lífi“ segir Eva.Hefur fengið fjölmörg skilaboð frá konum Eva segist ekki bara hafa fundið fyrir sorg heldur líka sektarkennd, hún taldi að hún hlyti að hafa gert eitthvað rangt. Eva byrjaði að efast um mataræði hennar og jafnvel hlaupahraða. Algengt er að konur sem lenda í fósturmissi kenni sjálfri sér um hvernig fer og fékk Eva mörg skilaboð frá konum sem höfðu verið í sömu stöðu. Eva segist þó vita að sú hugmynd er fráleit. Eva þakkar fyrir að hún hafi eignast tvö börn áður en þessi staða kom upp. Þegar ég skrifaði þetta fékk ég skilaboð frá konum sem hafa aldrei sagt frá en hafa upplifað fósturmissi allt að 10 sinnum. „Þegar ég horfi á stelpurnar mínar tvær, sé ég hvað þetta er mikið kraftaverk að geta orðið ófrísk og geta fætt heilbrigð börn, þetta er ekki sjálfsagt.“ Eva segist halda að fósturmissir sé enn tabú í samfélaginu, konur þori ekki að stíga fram og segja frá sorginni vegna hræðslu við skilningsleysi annarra. Skilaboð Evu til þeirra kvenna og para sem hafa lent í aðstæðum sem þessum eru þau að vera ekki feimin við að sýna tilfinningar,sama hversu stutt meðgangan var. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Það er algengara en fólk heldur að konur missi fóstur en umræðan um þessi mál hefur ekki verið áberandi. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sagði Sindra Sindrasyni sögu sína af fósturmissi í Íslandi í dag. Eva Laufey giftist æskuástinni sinni Haraldi Haraldssyni fyrir tveimur árum og áttu þau þá fyrir eina dóttur, Ingibjörgu Rósu sem nú er 4 ára gömul. Fyrir ári síðan bættist önnur dóttir við í fjölskylduna en þá fæddist Kristín Rannveig. Hjónin fundu um leið og yngri dóttirin fæddist að þau langaði að eignast þriðja barnið. „Ég segi að ég gleymi fæðingunni hratt og var strax farin að hugsa um þriðja barnið“.Fékk ónotatilfinningu á meðan að á tökum stóð Eva segist vera manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún vill gera í lífinu, og er því búin að lista því upp sem hún ætlar að gera fyrir fram. Þegar í ljós kom að Eva var ófrísk af þriðja barni hjónanna fór því allt á fullt, nöfn valin, húsið skipulagt og framtíðin skipulögð. „Ég hélt að þetta væri alltaf nákvæmlega eins, ég á tvær hraustar og heilbrigðar stelpur og það gekk allt mjög vel og af hverju ætti þetta ekki að ganga líka jafnvel“. En þegar Eva var komin tíu vikur á leið missti hún fóstrið. Eva tók eftir blæðingum og fékk strax ónotatilfinningu, kláraði vinnudaginn og hélt að honum loknum í skoðun. „Ég fékk að koma upp á spítala og þar tóku á móti mér yndislegar hjúkkur ljósmóðir og svo læknir, þá kom í ljós að það var ekki hjartsláttur og ekki í lagi með þetta fóstur“. „Það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta er mikil sorg, fóstrið er ekki það stórt en væntingar og þrár eru orðnar stórar þetta er orðinn hluti af okkar lífi“ segir Eva.Hefur fengið fjölmörg skilaboð frá konum Eva segist ekki bara hafa fundið fyrir sorg heldur líka sektarkennd, hún taldi að hún hlyti að hafa gert eitthvað rangt. Eva byrjaði að efast um mataræði hennar og jafnvel hlaupahraða. Algengt er að konur sem lenda í fósturmissi kenni sjálfri sér um hvernig fer og fékk Eva mörg skilaboð frá konum sem höfðu verið í sömu stöðu. Eva segist þó vita að sú hugmynd er fráleit. Eva þakkar fyrir að hún hafi eignast tvö börn áður en þessi staða kom upp. Þegar ég skrifaði þetta fékk ég skilaboð frá konum sem hafa aldrei sagt frá en hafa upplifað fósturmissi allt að 10 sinnum. „Þegar ég horfi á stelpurnar mínar tvær, sé ég hvað þetta er mikið kraftaverk að geta orðið ófrísk og geta fætt heilbrigð börn, þetta er ekki sjálfsagt.“ Eva segist halda að fósturmissir sé enn tabú í samfélaginu, konur þori ekki að stíga fram og segja frá sorginni vegna hræðslu við skilningsleysi annarra. Skilaboð Evu til þeirra kvenna og para sem hafa lent í aðstæðum sem þessum eru þau að vera ekki feimin við að sýna tilfinningar,sama hversu stutt meðgangan var.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira