Borgarstjóri segir að upplýsa þurfi Orkuveitumálið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2018 18:30 Borgarstjóri segir koma á óvart hversu margir stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafi viðhaft óæskilega framkomu í garð starfsmanna og annarra. Öll samskipti starfsmanna verða tekin til gagngerrar skoðunar að sögn stjórnarformanns. Ólga er meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga vegna þeirra stöðu sem er kominn upp en þrír stjórnendur fyrirtækjanna hafa annað hvort verið reknir, stigið til hliðar eða fengið áminningu vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsmanna og eða annarra. Starfsmenn voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins annan daginn í röð en sú vending varð í gær að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar tók ákvörðun um að stíga til hliðar tímabundið á meðan mál og vinnustaðamenning fyrirtækjanna er tekin til skoðunar. Venjulega tekur fjármálastjóri við sem staðgengill hjá fyrirtækjum þegar forstjóri stígur tímabundið til hliðar, en til að flækja málin enn frekar var fjármálastjóri Orkuveitunnar áminntur vegna kynferðislegar áreitni á árshátíð fyrirtækisins árið 2015. Fréttastofan hefur upplýsingar um að ekki sé einhugur innan stjórnar um að hann taki við stjórn fyrirtækisins á meðan Bjarni er í leyfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir að farið verði í saumana á öllum þeim málum sem komið hafa upp á yfirborðið síðustu daga. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/EgillEinn hefur þegar verið rekinn. Verða fleiri látnir fara?„Ég vil ekki tjá mig um það á þessum tímapunkti. Við skulum bíða eftir að hin óháða úttekt fari fram“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir að taka þurfi málið af algjörri festu. „Ég held að það sé full ástæða til þess, það þarf að upplýsa málið og vinna af því að þeirri festu sem að þarf í svona málum,“ segir Dagur.Stöð 2/Björn G. SigurðssonKom það á óvart hversu margir stjórnendur innan fyrirtækisins hafa í raun viðhaft slíka óviðkomandi framkomu í garð starfsmanna og annarra?„Já, það er nýtt fyrir mér,“ segir Dagur. Í gær var tilkynnt að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu fyrirtækjanna en Brynhildur segir það ekki útilokað að úttektin verði gerð af hlutlausum aðila. „Ég tel mikilvægt að úttektin sé trúverðug við einfaldlega skuldum samfélaginu og starfsmönnum fyrirtækisins það,“ segir Brynhildur. Brynhildur segir að forstjórinn njóti enn trausts. „Það hefur ekkert komið fram, enn þá sem að hefur rýrt okkar traust á honum en ég vil taka fram að hann hefur stigið til hliðar tímabundið,“ segir Brynhildur. Mál Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga hefur sprungið úr á einungis örfáum dögum eftir að brottrekstur Áslaugar Thelmu Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúru, en samkvæmt pistli á samfélagsmiðlum hafði hún ítrekað kvartað undan framkomu yfirmanns og tekur brottvikningu sína með öllu tilhæfulausa. „Það verður skoðað hvort staðið var að brottvikningu Áslaugar Thelmu með réttum og lögmætum hætti,“ segir Brynhildur.Hefur stjórnin sett sig í samband við Áslaugu? „Við höfum ekki gert það, nei“ segir Brynhildur.Ætlið þið að gera það? „Málefni einstakra starfsmanna er ekki á okkar borði, þannig að við höfum ekki gert það en ég tel rétt að haft sé samband við hana,“ segir Brynhildur. Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Taka ákvörðun um arftaka Bjarna á morgun Efnt var til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. 18. september 2018 11:20 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Borgarstjóri segir koma á óvart hversu margir stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafi viðhaft óæskilega framkomu í garð starfsmanna og annarra. Öll samskipti starfsmanna verða tekin til gagngerrar skoðunar að sögn stjórnarformanns. Ólga er meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga vegna þeirra stöðu sem er kominn upp en þrír stjórnendur fyrirtækjanna hafa annað hvort verið reknir, stigið til hliðar eða fengið áminningu vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsmanna og eða annarra. Starfsmenn voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins annan daginn í röð en sú vending varð í gær að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar tók ákvörðun um að stíga til hliðar tímabundið á meðan mál og vinnustaðamenning fyrirtækjanna er tekin til skoðunar. Venjulega tekur fjármálastjóri við sem staðgengill hjá fyrirtækjum þegar forstjóri stígur tímabundið til hliðar, en til að flækja málin enn frekar var fjármálastjóri Orkuveitunnar áminntur vegna kynferðislegar áreitni á árshátíð fyrirtækisins árið 2015. Fréttastofan hefur upplýsingar um að ekki sé einhugur innan stjórnar um að hann taki við stjórn fyrirtækisins á meðan Bjarni er í leyfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir að farið verði í saumana á öllum þeim málum sem komið hafa upp á yfirborðið síðustu daga. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/EgillEinn hefur þegar verið rekinn. Verða fleiri látnir fara?„Ég vil ekki tjá mig um það á þessum tímapunkti. Við skulum bíða eftir að hin óháða úttekt fari fram“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir að taka þurfi málið af algjörri festu. „Ég held að það sé full ástæða til þess, það þarf að upplýsa málið og vinna af því að þeirri festu sem að þarf í svona málum,“ segir Dagur.Stöð 2/Björn G. SigurðssonKom það á óvart hversu margir stjórnendur innan fyrirtækisins hafa í raun viðhaft slíka óviðkomandi framkomu í garð starfsmanna og annarra?„Já, það er nýtt fyrir mér,“ segir Dagur. Í gær var tilkynnt að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu fyrirtækjanna en Brynhildur segir það ekki útilokað að úttektin verði gerð af hlutlausum aðila. „Ég tel mikilvægt að úttektin sé trúverðug við einfaldlega skuldum samfélaginu og starfsmönnum fyrirtækisins það,“ segir Brynhildur. Brynhildur segir að forstjórinn njóti enn trausts. „Það hefur ekkert komið fram, enn þá sem að hefur rýrt okkar traust á honum en ég vil taka fram að hann hefur stigið til hliðar tímabundið,“ segir Brynhildur. Mál Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga hefur sprungið úr á einungis örfáum dögum eftir að brottrekstur Áslaugar Thelmu Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúru, en samkvæmt pistli á samfélagsmiðlum hafði hún ítrekað kvartað undan framkomu yfirmanns og tekur brottvikningu sína með öllu tilhæfulausa. „Það verður skoðað hvort staðið var að brottvikningu Áslaugar Thelmu með réttum og lögmætum hætti,“ segir Brynhildur.Hefur stjórnin sett sig í samband við Áslaugu? „Við höfum ekki gert það, nei“ segir Brynhildur.Ætlið þið að gera það? „Málefni einstakra starfsmanna er ekki á okkar borði, þannig að við höfum ekki gert það en ég tel rétt að haft sé samband við hana,“ segir Brynhildur.
Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Taka ákvörðun um arftaka Bjarna á morgun Efnt var til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. 18. september 2018 11:20 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00
Taka ákvörðun um arftaka Bjarna á morgun Efnt var til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. 18. september 2018 11:20
Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25