Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 22:22 Anna Björnsdóttir lauk sérfræðinámi í Parkinson sjúkdómnum og starfaði áður við Duke-háskólasjúkrahúsið. Anna og eiginmaður hennar Martin Ingi Sigurðsson, svæfinga og gjörgæslulæknir eru nú flutt til landsins. Mynd/Aðsend Velferðarráðuneytið hefur hafnað beiðni taugalæknis um endurgreiðslu ríkisins til sjúklinga hennar. Taugalæknirinn Anna Björnsdóttir hefur undanfarin ár starfað við Duke háskólasjúkrahúsið í Norður Karólínu og hefur hún búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Nú hefur fjölskyldan flust búferlum til Íslands og hyggst Anna opna hér stofu. Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. Hafnað þrátt fyrir skort á taugalæknum RÚV greindi frá máli Önnu sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Í frétt RÚV kemur fram að í úttekt Landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu taugalækna sé bið eftir tíma hjá þeim fimm taugalæknum sem nú starfa sé vel yfir viðmiðunarmörkum. Í viðmiðum landlæknis er ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi sögð 30 dagar. Biðtími getur verið allt að hálfu ári hjá þeim læknum sem nú starfa. Anna segir í pistli á Facebook síðu sinni að hún eigi erfitt með að lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að styðja ekki við sjúklinga sem heimsóttu hana og sæktu um endurgreiðslu frá SÍ.Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið til á ÍslandiÍ samtali við RÚV segir Anna að á Íslandi sé því að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fá betri þjónustu en þeir sem hafa minna milli handanna.Samkvæmt áliti SÍ sé þetta brot á lögbundnum rétti Íslendinga og telur Anna að ríkið sé með þessu að brjóta á réttindum taugasjúklinga. Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Velferðarráðuneytið hefur hafnað beiðni taugalæknis um endurgreiðslu ríkisins til sjúklinga hennar. Taugalæknirinn Anna Björnsdóttir hefur undanfarin ár starfað við Duke háskólasjúkrahúsið í Norður Karólínu og hefur hún búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Nú hefur fjölskyldan flust búferlum til Íslands og hyggst Anna opna hér stofu. Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. Hafnað þrátt fyrir skort á taugalæknum RÚV greindi frá máli Önnu sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Í frétt RÚV kemur fram að í úttekt Landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu taugalækna sé bið eftir tíma hjá þeim fimm taugalæknum sem nú starfa sé vel yfir viðmiðunarmörkum. Í viðmiðum landlæknis er ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi sögð 30 dagar. Biðtími getur verið allt að hálfu ári hjá þeim læknum sem nú starfa. Anna segir í pistli á Facebook síðu sinni að hún eigi erfitt með að lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að styðja ekki við sjúklinga sem heimsóttu hana og sæktu um endurgreiðslu frá SÍ.Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið til á ÍslandiÍ samtali við RÚV segir Anna að á Íslandi sé því að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fá betri þjónustu en þeir sem hafa minna milli handanna.Samkvæmt áliti SÍ sé þetta brot á lögbundnum rétti Íslendinga og telur Anna að ríkið sé með þessu að brjóta á réttindum taugasjúklinga.
Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50