Verkalýðsleiðtogar furða sig á vænum hagnaði Samherja Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2018 16:03 Sólveig Anna hjá Eflingu rak upp stór augu í dag þegar fréttist af 77 milljarða hagnaði Samherjasamstæðunnar, þá í ljósi orða ráðamanna um takmarkað svigrúm. „Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.Svo segir í fréttatilkynningu sem Samherji hf birti á vefsíðu sinni í dag. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Þar er jafnframt greint frá því að eigendur Samherja ætli að greiða sér 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Hagnaðurinn nam 14,4 milljörðum í fyrra og rennur 8,5 prósent hans til hluthafa. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst yfir furðu vegna þessa og velta fyrir sér því hvernig þetta megi vera á sama tíma og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. Meðal þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.What? Aftur búið að finna svigrúm? Hvað er í gangi eiginlega? segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni: „Mér finnst margt farið að benda til þess að best sé kannski að fara í svigrúmsmálum að ráðleggingum félaga Jesú sem sagði eins og frægt er orðið: Leitið og þér munuð finna. (Amen).“ Ljóst er að þessar fregnir, af glimrandi gengi Samherja, munu ekki verða til að sljákki í kröfugerð vegna lausra samninga á vinnumarkaði. Það stefnir í harðan vetur á þeim vettvangi en bæði Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa öll boðað að verkalýðsfélögin muni í engu slá af kröfum sínum. Og vísa þá til mikilla launahækkana meðal þeirra sem hæst hafa launin og ekki síst ákvörðunar kjararáðs um verulega afturvirka hækkun til þingheims og æðstu ráðamanna hins opinbera. Hörð kjarabarátta ljósmæðra gefur tóninn. Kjaramál Viðskipti Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
„Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.Svo segir í fréttatilkynningu sem Samherji hf birti á vefsíðu sinni í dag. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Þar er jafnframt greint frá því að eigendur Samherja ætli að greiða sér 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Hagnaðurinn nam 14,4 milljörðum í fyrra og rennur 8,5 prósent hans til hluthafa. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst yfir furðu vegna þessa og velta fyrir sér því hvernig þetta megi vera á sama tíma og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. Meðal þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.What? Aftur búið að finna svigrúm? Hvað er í gangi eiginlega? segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni: „Mér finnst margt farið að benda til þess að best sé kannski að fara í svigrúmsmálum að ráðleggingum félaga Jesú sem sagði eins og frægt er orðið: Leitið og þér munuð finna. (Amen).“ Ljóst er að þessar fregnir, af glimrandi gengi Samherja, munu ekki verða til að sljákki í kröfugerð vegna lausra samninga á vinnumarkaði. Það stefnir í harðan vetur á þeim vettvangi en bæði Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa öll boðað að verkalýðsfélögin muni í engu slá af kröfum sínum. Og vísa þá til mikilla launahækkana meðal þeirra sem hæst hafa launin og ekki síst ákvörðunar kjararáðs um verulega afturvirka hækkun til þingheims og æðstu ráðamanna hins opinbera. Hörð kjarabarátta ljósmæðra gefur tóninn.
Kjaramál Viðskipti Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira