Landspítali ætlar að efla verulega þjónustu og minnka heildarkostnað sjúklinga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2018 18:45 Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. Landlæknir sendi frá sér úttekt í sumar um aðgengi sjúklinga að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma. Fram kom að bið eftir tíma hjá taugalækni á spítalanum væri í mörgum tilvikum langt utan við þau viðmiðunarmörk sem embættið hefði. Slíkt hefði valdið sjúklingum óþægindum og í sumum tilfellum töf á meðferð. Páll Matthíason forstjóri spítalans segir að brugðist verði við þessum ábendingum með margþættum aðgerðum. „Við erum að auglýsa eftir tveimur taugalæknum til viðbótar og fljótlega verða vinnustofur um eflingu heildstæðrar þjónustu,“ segir Páll. Þá verði húsnæði Landspítalans að Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildir. „Þar verður aðstaða fyrir nýju læknanna og teymi sem við viljum að sinni langvinnum og alvarlegum sjúkdómum í mun meira mæli,“ segir hann. Anna Björnsdóttir taugalæknir sem starfar utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands gagnrýndi stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði brotið á réttindum sjúklinga sinna til greiðsluþátttöku stofnunarinnar. Henni hefur verið tvívegis verið synjað aðild að samningnum þrátt fyrir þá gríðarmiklu þörf sem sé fyrir þjónustu hennar. Páll segir að það tvöfalt kerfi sem hún lýsti hafi lengi verið við lýði en aðgerðirnar muni draga úr heildarkostnaði sjúklinga. „Það hefur lengi verið til staðar tvöfalt kerfi, hvað með þá sjúklinga sem fá niðurgreidda sálfræðitíma á spítalanum og svo þá sem þurfa að greiða fyrir þá út í bæ eða tannlæknaþjónustu?“ spyr hann. „Hvað með muninn á milli þeirra einstaklinga sem leita sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og svo þeirra sem þurfa að koma frá landsbyggðinni og greiða fyrir ferðir og uppihald? Það er tvöfalt kerfi í svo mörgum skilningi. Ég tel stjórnvöld vera að vinna úr því að draga úr þessu tvöfalda kerfi með því að efla göngudeildarþjónustu og opinbera þjónustu jafnframt því að vera að skapa umhverfi og skýra stefnu um hvernig á að fá aðra aðila að borðinu. Þá er verið að draga úr heildarkostnaði sjúklinga sem hefur verið of hár hér á landi. Það er góð leið til að draga úr tvöföldu heilbrigðiskerfi,“ segir Páll að lokum. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. Landlæknir sendi frá sér úttekt í sumar um aðgengi sjúklinga að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma. Fram kom að bið eftir tíma hjá taugalækni á spítalanum væri í mörgum tilvikum langt utan við þau viðmiðunarmörk sem embættið hefði. Slíkt hefði valdið sjúklingum óþægindum og í sumum tilfellum töf á meðferð. Páll Matthíason forstjóri spítalans segir að brugðist verði við þessum ábendingum með margþættum aðgerðum. „Við erum að auglýsa eftir tveimur taugalæknum til viðbótar og fljótlega verða vinnustofur um eflingu heildstæðrar þjónustu,“ segir Páll. Þá verði húsnæði Landspítalans að Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildir. „Þar verður aðstaða fyrir nýju læknanna og teymi sem við viljum að sinni langvinnum og alvarlegum sjúkdómum í mun meira mæli,“ segir hann. Anna Björnsdóttir taugalæknir sem starfar utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands gagnrýndi stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði brotið á réttindum sjúklinga sinna til greiðsluþátttöku stofnunarinnar. Henni hefur verið tvívegis verið synjað aðild að samningnum þrátt fyrir þá gríðarmiklu þörf sem sé fyrir þjónustu hennar. Páll segir að það tvöfalt kerfi sem hún lýsti hafi lengi verið við lýði en aðgerðirnar muni draga úr heildarkostnaði sjúklinga. „Það hefur lengi verið til staðar tvöfalt kerfi, hvað með þá sjúklinga sem fá niðurgreidda sálfræðitíma á spítalanum og svo þá sem þurfa að greiða fyrir þá út í bæ eða tannlæknaþjónustu?“ spyr hann. „Hvað með muninn á milli þeirra einstaklinga sem leita sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og svo þeirra sem þurfa að koma frá landsbyggðinni og greiða fyrir ferðir og uppihald? Það er tvöfalt kerfi í svo mörgum skilningi. Ég tel stjórnvöld vera að vinna úr því að draga úr þessu tvöfalda kerfi með því að efla göngudeildarþjónustu og opinbera þjónustu jafnframt því að vera að skapa umhverfi og skýra stefnu um hvernig á að fá aðra aðila að borðinu. Þá er verið að draga úr heildarkostnaði sjúklinga sem hefur verið of hár hér á landi. Það er góð leið til að draga úr tvöföldu heilbrigðiskerfi,“ segir Páll að lokum.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira