Innlent

Handtekinn með fulla innkaupakerru af verkfærum í Hlíðunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var því vistaður í fangaklefa þangað til hægt verður að ræða við hann.
Maðurinn var því vistaður í fangaklefa þangað til hægt verður að ræða við hann. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á tíunda tímanum í morgun í hverfi 105 vegna gruns um að hann hefði meðferðis þýfi. Maðurinn var með fulla innkaupakerru af verkfærum en reyndist í talsvert annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu.

Maðurinn var því vistaður í fangaklefa þangað til hægt verður að ræða við hann, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var tilkynnt um tvö innbrot í bifreiðar í miðborginni, annað á áttunda tímanum og hitt á ellefta tímanum. Einnig var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í hverfi 221 á níunda tímanum og þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 220 skömmu fyrir ellefu í morgun.

Á sjötta tímanum var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem svaf ölvunarsvefni inni í sólarhringsverslun í hverfi 210. Manninum var vísað út og ekki gerðar frekari kröfur á hendur honum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.